Versta afkoman í áratug

Skýringa mun fremur vera að leita í auknum launakostnaði.
Skýringa mun fremur vera að leita í auknum launakostnaði. mbl.is/Golli

Fram­legð fisk­vinnslu­fyr­ir­tækja á Íslandi reynd­ist að meðaltali 10,61% á ár­inu 2017 og hafði ekki mælst lægri í ára­tug þar á und­an. Hæst reynd­ist fram­legðin árið 2009 þegar hún var 20,79% en lækkaði án af­láts frá ár­inu 2011 þegar hún mæld­ist 19,1%.

Þetta kem­ur fram í nýrri grein­ingu Friðriks Þórs Gunn­ars­son­ar, hag­fræðings Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi, sem birt hef­ur verið á heimasíðu sam­tak­anna. „Árið 2017 sátu eft­ir tæp­ar 11 krón­ur af hverj­um 100 krón­um sem fisk­vinnsl­an fékk í tekj­ur, áður en tekið var til­lit til fjár­magns­kostnaðar og tekju­skatts.“

Sum fyr­ir­tæki í mikl­um vanda

Bend­ir Friðrik Þór á að töl­urn­ar sem þarna er vísað til eigi við um grein­ina í heild sinni en segi ekki alla sög­una varðandi hvert og eitt fyr­ir­tæki. „Sum­ar fisk­vinnsl­ur munu því standa verr en aðrar. Í mörg­um til­vik­um mun það raun­ar standa tæpt hvort rekstr­ar­grund­völl­ur sé yfir höfuð til staðar til lengri tíma. Sú staða gæti orðið af­drifa­rík fyr­ir byggðarlög­in sem reiða sig á starf­semi fisk­vinnslu,“ seg­ir í sam­an­tekt­inni.

Í sam­tali við Morg­un­blaðið seg­ir Friðrik Þór að þegar rýnt er í töl­ur varðandi fisk­vinnsl­una komi í ljós að það séu ekki breyt­ing­ar á hrá­efn­is­kostnaði sem dregið hafi úr hag­kvæmni og fram­legð fyr­ir­tækj­anna á síðustu árum. Skýr­ing­anna sé hins veg­ar frem­ur að leita í aukn­um launa­kostnaði.

„Hlut­fall kostnaðar vegna aðfanga er nokkuð áþekkt frá ein­um tíma til ann­ars. Hrá­efni sem hlut­fall af heild­ar aðfanga­kostnaði var alla jafna á bil­inu 70-80% á tíma­bil­inu 1997-2017. Aðrir ein­stak­ir kostnaðarliðir vega ekki þungt. Sum­um hætt­ir til að álykta á þá leið, að þróun hrá­efn­is­kostnaðar hafi úr­slita­áhrif á rekstr­araf­komu og hag­kvæmni í vinnslu.

Þetta kann að vera rétt fyr­ir ein­staka fyr­ir­tæki og fer eft­ir því hversu greiðan aðgang það hef­ur að hrá­efni. Hins veg­ar er þetta ekki alls kost­ar rétt fyr­ir at­vinnu­grein­ina í heild, enda fylgj­ast hrá­efn­is­kostnaður og afla­verðmæti að og þar af leiðandi einnig tekj­ur.“

Frek­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: