Rúrik Gíslason landsliðsmaður í fótbolta og liðsmaður Sandhausen í Þýskalandi og brasilíska fyrirsætan Nathalia Soliani eru sjóðheit saman.
Hún klæddist fötum frá 66°Norður þegar þau nutu lífsins saman fyrr í dag. Hún segir frá því á Instagram að það séu viðbrigði að fara úr 30 stiga hita í -3 gráður. Hún þarf þó ekki að kvarta því hún er vel búin í íslenskri hönnun frá útivistarmerkinu 66°Norður.
Eins og fyrr segir spilar Rúrik með liðinu Sandhausen í Þýskalandi og því er líklegt að parið hafi rétt skroppið í Alpana til að njóta lífsins.