Umtalsverð frávik í starfsemi Fiskistofu

Starfsemi Fiskistofu sætir mikilli gagnrýni í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar.
Starfsemi Fiskistofu sætir mikilli gagnrýni í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar. mbl.is/Árni Sæberg

Mikl­ar brota­lam­ir í eft­ir­liti Fiski­stofu með sjáv­ar­út­veg­in­um eru út­listaðar í stjórn­sýslu­út­tekt Rík­is­end­ur­skoðunar á Fiski­stofu sem var rædd í stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd Alþing­is í dag og hef­ur nú verið birt á heimasíðu Rík­is­end­ur­skoðunar.

„Á grund­velli þeirra gagna og upp­lýs­inga sem Rík­is­end­ur­skoðun aflaði er ljóst að eft­ir­lit Fiski­stofu með vigt­un sjáv­ar­afla […] er tak­markað og ef­ast má um að það skili til­ætluðum ár­angri,“ er meðal þess sem kem­ur fram í stjórn­sýslu­út­tekt­inni.

Kem­ur fram í skýrsl­unni að gild­andi fyr­ir­komu­lag vigt­un­ar leyf­ir „um­tals­verð frá­vik í skrán­ingu heild­ar­magns“ og er Fiski­stofa sögð ekki hafa sinnt „skil­virku eft­ir­liti“.

Veik­b­urða eft­ir­lit

Þá seg­ir að „eft­ir­lit stofn­un­ar­inn­ar með brott­kasti er veik­b­urða og ómark­visst. Raun­veru­leg­ur ár­ang­ur þess er auk þess á huldu þar sem hvorki liggja fyr­ir skýr ár­ang­urs­mark­mið eða ár­ang­urs­mæli­kv­arðar.“

Rík­is­end­ur­skoðun vís­ar á bug mati at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðuneyt­is­ins um að brott­kast sé „óveru­legt“ á Íslandi. Vísað er til þess að inn­an fisk­veiðikerf­is­ins sé mik­ill hagrænn hvati til þess að stunda brott­kast.

Vegna veik­leika eft­ir­lits­ins sé í raun eng­in for­senda til þess að full­yrða um um­fang brott­kasts.

Kann­ar ekki eign­ar­hald afla­heim­ilda

Ef­ast Rík­is­end­ur­skoðun um að stofn­un­in yfir höfuð fylgi eft­ir­lits­hlut­verki sínu. „Ekki verður séð að Fiski­stofa kanni hvort yf­ir­ráð tengdra aðila í sjáv­ar­út­vegi yfir afla­hlut­deild­um sé í sam­ræmi við það há­mark sem er skil­greint í lög­um nr. 116/​2006 um stjórn fisk­veiða. Ráðast þarf í end­ur­skoðun á 13. og 14. gr. lag­anna svo regl­ur um há­marks­afla­hlut­deild séu skýr­ar.“

Fiski­stofa er sögð í ein­stök­um til­fell­um grípa til þess að fram­kvæma frum­at­hug­an­ir ef grun­ur leik­ur á um að sé farið yfir leyfi­leg mörk er varðar eign afla­heim­ilda meðal tengdra aðila. „Að öðru leyti treyst­ir stofn­un­in nán­ast al­farið á til­kynn­ing­ar­skyldu hand­hafa afla­hlut­deilda.“

Til­lög­ur að úr­bót­um

Rík­is­end­ur­skoðandi seg­ir að grípa þurfi til mark­vissra aðgerða til þess að hægt verði að tryggja skil­virkt og ár­ang­urs­ríkt eft­ir­lit sem er í sam­ræmi ákv­arðanir Alþing­is um að nytja­stofn­ar séu nýtt­ir með sjálf­bær­um hætti.

Þá tel­ur rík­is­end­ur­skoðandi að skil­greina þurfi skýr mark­mið um eft­ir­lits­hlut­verk Fiski­stofu og að „mótuð sé skýr afstaða til þess hverju eft­ir­litið á að skila og að gripið sé til nauðsyn­legra ráðstaf­ana til að ár­ang­urs­mark­miðum verði náð.“

Einnig er lagt til að fjöldi starfs­manna sem sinna eft­ir­liti verði end­ur­skoðaður og mörkuð verði skýr stefna um að bæta úr þeim van­könt­um sem bent er á í skýrsl­unni.

„Ef ekki verður brugðist við þeim ann­mörk­um sem eru til staðar með viðun­andi hætti er ljóst að eft­ir­lit með nýt­ingu auðlinda hafs­ins og samþjöpp­un afla­heim­ilda verður áfram veik­b­urða, óskil­virkt og ekki í sam­ræmi við for­send­ur og ákv­arðanir Alþing­is.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina