Leggst yfir hvalaskýrslu HÍ

Kristján Þór Júlí­us­son, sjáv­ar­út­vegs­ráðherra ætl­ar að kynna sér vel skýrslu Hag­fræðistofn­un­ar Há­skóla Íslands um hval­veiðar áður en lagt verður mat á hvort breyt­ing­ar verði gerðar á hval­veiðum Íslend­inga. Hann hef­ur ekki fundið fyr­ir þrýst­ingi frá út­gerðum um að hefja veiðar á ný.

„Menn telja að finna megi fleiri stofna sem þola sjálf­bær­ar veiðar, en ég hef svarað þessu á þann veg að við höf­um ekki neina út­tekt Haf­rann­sókna­stofn­un­ar á því máli og þar til slíkt mat ligg­ur fyr­ir er þetta ekki mál sem er að koma til ákvörðunar,“ seg­ir Kristján Þór Júlí­us­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, í sam­tali við Morg­un­blaðið, en reglu­gerðar­á­kvæði um leyfi til veiða á stór­hvöl­um rann út í árs­lok 2018.

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra.
Kristján Þór Júlí­us­son sjáv­ar­út­vegs­ráðherra. mbl.is/​​Hari

„Ef hefja á hval­veiðar aft­ur þá þarf að gefa út nýja reglu­gerð. Ég þarf hins veg­ar að renna yfir skýrsl­una áður og kynna mér efni henn­ar vel,“ seg­ir Kristján Þór og vís­ar til nýrr­ar skýrslu Hag­fræðistofn­un­ar Há­skóla Íslands um þjóðhags­leg áhrif hval­veiða, sem unn­in var fyr­ir at­vinnu­vegaráðuneytið, og kynnt var í fyrra­dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: