Loftslagsmálin vinsælt fréttaefni

Umhverfisráðherra er ánægður með aukna umfjöllun og meðvitund um umhverfismál.
Umhverfisráðherra er ánægður með aukna umfjöllun og meðvitund um umhverfismál. mbl.is/​Hari

Frétt­um um um­hverf­is­mál hef­ur fjölgað um tæp 80% á fimm árum og 56% aukn­ing hef­ur orðið á frétt­um um plast á síðustu þrem­ur árum. Þetta kom fram í ávarpi Guðmund­ar Inga Guðbrands­son­ar, um­hverf­is- og auðlindaráðherra, á um­hverf­is­ráðstefnu Gallup í morg­un.

„Þegar við för­um enn lengra aft­ur í tím­ann verður mynd­in enn drama­tísk­ari. Þannig voru sem dæmi sagðar 164 frétt­ir sem inni­héldu orðið „lofts­lags­breyt­ing­ar“ árið 2010 en í fyrra tæp­lega þúsund,“ sagði Guðmund­ur Ingi.

Í ávarpi sínu fagnaði ráðherra þeirri þróun sem hef­ur orðið í um­hverfis­vit­und þjóðar­inn­ar og kom glöggt í ljós í niður­stöðum könn­un­ar Gallup, þar sem 63% sögðust hafa breytt hegðun sinni síðastliðið ár til að lág­marka áhrif sín á um­hverfi og lofts­lags­breyt­ing­ar.

Þessa breyt­ingu á viðhorf­um fólks má hvað helst rekja til auk­inn­ar umræðu, fréttaum­fjöll­un­ar og auk­inn­ar fræðslu.

„Ég hef alltaf haft þá bjarg­föstu trú að það að auka sýni­leika um­hverf­is­mála skipti máli,“ sagði Guðmund­ur Ingi. Þrátt fyr­ir aukna um­fjöll­un og meðvit­und þjóðar­inn­ar um um­hverf­is­mál væru niður­stöður könn­un­ar Gallup þó ekki ein­tóm ham­ingja.

Um 75% fólks gef­ur viðleitni stjórn­valda og sveit­ar­fé­laga til að draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda meðal­ein­kunn eða lægra. Guðmund­ur Ingi seg­ir það þó sýna að fólk sé kröfu­hart í þess­um mála­flokki, sem sé gott.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina