Skoða þurfi skýrsluna í ljósi gagnrýni

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. mbl.is/Hari

Skoða þarf bet­ur álykt­an­ir í skýrslu Hag­fræðistofn­un­ar um þjóðhags­leg áhrif hval­veiða, sér­stak­lega í ljósi þeirr­ar gagn­rýni sem fram hef­ur komið á skýrsl­una. Þetta sagði Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra í kvöld­frétt­um RÚV.

Katrín tók einnig und­ir með um­hverf­is­ráðherra sem sagði í sam­tali við RÚV fyrr í dag að hann furði sig á því að nátt­úru­vernd­ar­sam­tök­um sé líkt við hryðju­verka­sam­tök.

Í skýrsl­unni, sem kynnt var í gær, seg­ir að full­yrðing­ar um nei­kvæð áhrif hval­veiða á ís­lenskt efna­hags­líf eiga ekki við rök að styðjast. Skýrsl­an var unn­in fyr­ir at­vinnu­vegaráðuneytið og mun sjáv­ar­út­vegs­ráðherra meðal ann­ars byggja ákvörðun sína um hvort hval­veiðum verði haldið áfram á skýrsl­unni.

Katrín sagði í kvöld­frétt­um að þær álykt­an­ir sem skoða þurfi sér­stak­lega teng­ist meðal ann­ars þeirri gagn­rýni sem þegar er kom­in fram á skýrsl­una, það er álykt­an­ir sem eru dregn­ar um líf­fræðileg­ar og vist­fræðileg­ar staðreynd­ir.

Þá furðar hún sig, líkt og um­hverf­is­ráðherra, að nátt­úru­vernd­ar­sam­tök­um sé líkt við hryðju­verka­sam­tök í skýrsl­unni. Í skýrsl­unni (á blaðsíðu 42) seg­ir meðal ann­ars að ef til vill sé til­efni til að setja lög hér á landi til að „vinna gegn upp­gangi hryðju­verka­sam­taka.“

„Mér finnst það mjög sér­kenni­legt út­spil frá Hag­fræðistofn­un Há­skóla Íslands í garð þeirra nátt­úru­vernd­ar­sam­taka sem hafa verið að berj­ast fyr­ir sín­um málstað í hval­veiðum og bara ekki til að hjálpa umræðunni,“ sagði Katrín.

mbl.is