Grafalvarlegt mál ef um „fréttafölsun“ er að ræða

Páll Magnússon, alþingismaður og fyrrverandi útvarpsstjóri.
Páll Magnússon, alþingismaður og fyrrverandi útvarpsstjóri. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það er eng­in spurn­ing að þetta er grafal­var­legt mál eins og Elín Björg lýs­ir mála­vöxt­um,“ seg­ir Páll Magnús­son, alþing­ismaður og fyrr­ver­andi út­varps­stjóri.

Eins og Morg­un­blaðið hef­ur greint frá hef­ur Elín Björg Ragn­ars­dótt­ir, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Sam­taka fisk­fram­leiðenda og út­flytj­enda, sent er­indi til siðanefnd­ar RÚV vegna fram­göngu frétta­skýr­ing­arþátt­ar­ins Kast­ljóss árið 2012.

Elín er ósátt við að viðtal sem tekið var við hana þar sem hún ræddi al­mennt um sam­keppn­is­lega mis­mun­un í inn­lendri fisk­vinnslu og nauðsyn aðskilnaðar veiða og vinnslu var ekki birt en síðar notað í um­fjöll­un þátt­ar­ins um meint brot Sam­herja á gjald­eyr­is­lög­um. Vill hún meina að látið hafi verið að því liggja að hún væri að tjá sig um mál­efni Sam­herja, en það mál var ekki komið upp þegar viðtalið var tekið.

Elín kveðst hafa sent út­varps­stjóra, Kast­ljós­inu og frétta­stofu RÚV tölvu­póst þar sem hún hafi lýst óánægju með þessa „mis­notk­un“ á viðtal­inu en aldrei fengið nein svör. Sig­mar Guðmunds­son, þáver­andi rit­stjóri Kast­ljóss­ins, sagði í gær að liðsmenn Kast­ljóss hefðu ár­ang­urs­laust reynt að ná sam­bandi við El­ínu í kjöl­far er­ind­is henn­ar.

„Ef lýs­ing El­ín­ar Bjarg­ar sem fram kem­ur í þess­ari blaðagrein er rétt, að klippt hafi verið sam­an viðtöl um allt annað efni en var til um­fjöll­un­ar, þá er um hreina frétta­föls­un að ræða. Það er auðvitað grafal­var­legt mál. Það ber þó að hafa í huga að ég hef ekki enn séð andsvör þeirra sem um þetta véluðu á sín­um tíma,“ seg­ir Páll.

„Hún vís­ar til þess að hafa sent mér sem út­varps­stjóra tölvu­póst um þetta mál. Ég verð því miður að segja að þó ég ætti lífið að leysa þá man ég ekki eft­ir þess­um tölvu­pósti. Það fel­ur ekki í sér neina staðhæf­ingu um að hann hafi ekki verið send­ur, ég geri ráð fyr­ir að þetta sé allt hár­rétt. Ég verð bara að játa að ég man ekk­ert eft­ir hon­um. Mér þykir það í sjálfu sér leitt vegna þess að þessi at­vika­lýs­ing henn­ar hefði að minnsta kosti gefið til­efni til þess að ég, sem út­varps­stjóri, kallaði eft­ir svör­um um málið.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: