„Illa rökstudd áróðursskýrsla“

Stjórn Hvalaskoðunarsamtaka Íslands furðar sig á skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagslega …
Stjórn Hvalaskoðunarsamtaka Íslands furðar sig á skýrslu Hagfræðistofnunar um þjóðhagslega hagkvæmni hvalveiða við Ísland og segir að í skýrslunni sé lítið gert úr mikilvægi á nýtingu á hval með hvalaskoðun. Ljósmynd/Aðsend

Stjórn Hvala­skoðun­ar­sam­taka Íslands seg­ir skýrslu Hag­fræðistofn­un­ar um þjóðhags­lega hag­kvæmni hval­veiða við Ísland illa rök­studda áróðurs­skýrslu fyr­ir áfram­hald­andi veiðum og að í skýrsl­unni sé lítið gert úr mik­il­vægi á nýt­ingu á hval með hvala­skoðun. Þetta er meðal þess sem kem­ur fram í yf­ir­lýs­ingu frá sam­tök­un­um.

Stjórn sam­tak­anna full­yrðir að eng­in til­raun hafi verið gerð í skýrsl­unni til að út­skýra hvernig stór­aukn­ar hval­veiðar geta verið efna­hags­lega sjálf­bær­ar né hvaða hliðaráhrif þær kynnu að hafa á aðrar út­flutn­ings­grein­ar þjóðar­inn­ar. Þá gagn­rýn­ir stjórn­in að við gagna­öfl­un Hag­fræðistofn­un­ar varðandi hlut ferðaþjón­ust­unn­ar var ekki haft sam­band við Hvala­skoðun­ar­sam­tök Íslands eða aðild­ar­fé­lög, Sam­tök ferðaþjón­ust­unn­ar né Íslands­stofu. „Þetta hljóta að telj­ast forkast­an­leg vinnu­brögð af hálfu Hag­fræðistofn­un­ar,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni.  

Stjórn Hvala­skoðun­ar­sam­tak­anna met­ur sem svo að skýrsl­an geti ekki nýst til ákv­arðana­töku um áfram­hald­andi hval­veiðar við Ísland. „Það verður ekki bet­ur séð en að skýrslu­höf­und­ur hafi lagt af stað með fyr­ir­fram gefna niður­stöðu og kapp­kostað að tína einkum til það sem þjónaði þeirri niður­stöðu. Það hef­ur hins veg­ar mistek­ist og er út­kom­an illa rök­studd áróðurs­skýrsla fyr­ir áfram­hald­andi veiðum sem tek­ur ekki raun­veru­legt til­lit til hvala­skoðunar, ferðaþjón­ustu að öðru leyti, alþjóðlegra hags­muna Íslands né dýra­vel­ferðarsjón­ar­miða,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni.

Stjórn sam­tak­anna krefst þess að raun­veru­legt hags­muna­mat fari fram þar sem fullt til­lit sé tekið til hags­muna hvala­skoðunar, ferðaþjón­ustu og annarra út­flutn­ings­greina áður en nokk­ur ákvörðun er tek­in um frek­ari hval­veiðar við Ísland.

mbl.is