Krúttlegasti hundurinn allur

Boo var ekkert smá krútt.
Boo var ekkert smá krútt. Facebook-síða Boo

Sam­fé­lags­miðlastjarn­an Boo er öll en eig­andi hunds­ins seg­ir að allt frá því besti vin­ur hans, hund­ur­inn Buddy, drapst árið 2017 hafi Boo sýnt öl um­merki hjartveiki. Hjarta hans hafi ein­fald­lega brostið af sorg. 

Boo var með 16 millj­ón­ir fylgj­enda á Face­book, hann kom fram í sjón­varpi og það var jafn­vel gef­in út bók um hann: Boo - the life of the world's cu­test dog.

Boo var tólf ára gam­all þegar hann drapst en fé­lagi hans Buddy var 14 ára þegar hann drapst í sept­em­ber 2017. Þá höfðu þeir búið á sama heim­ili í 11 ár.

Á Face­book seg­ir eig­and­inn að Boo hafi lát­ist í svefni í nótt og að fjöl­skyld­an sé harmi lost­in. 



Vinirnir Buddy og Boo.
Vin­irn­ir Buddy og Boo. Face­book-síða Boo
mbl.is