Viðtalið ekki á fölskum forsendum

Páll Magnússon
Páll Magnússon mbl.is/RAX

Páll Magnús­son, alþing­ismaður og fyrr­ver­andi út­varps­stjóri, seg­ir að ljóst sé að viðtal sem tekið var við El­ínu Björg Ragn­ars­dótt­ur, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra Sam­taka fiskifram­leiðenda og út­flytj­enda og birt í frétta­skýr­ing­arþætt­in­um Kast­ljósi árið 2012 hafi ekki verið tekið á fölsk­um for­send­um.

Upp­haf máls­ins má rekja til þess að Elín var feng­in í viðtal hjá Kast­ljósi þar sem rætt var við hana al­mennt um sam­keppn­is­lega mis­mun­un í inn­lendri fisk­vinnslu og nauðsyn aðskilnaðar veiða og vinnslu. Viðtalið var ekki birt strax, en notað síðar í um­fjöll­un Kast­ljóss um meint brot út­gerðarfé­lags­ins Sam­herja á gjald­eyr­is­lög­um. Þess skal getið að niðurstaða þess máls var að ákvörðun Seðlabanka Íslands um að beita stjórn­valds­sekt gegn Sam­herja var felld úr gildi og hef­ur for­sæt­is­ráðuneytið nú óskað eft­ir grein­ar­gerð frá bankaráði bank­ans vegna máls­ins.

Elín sagðist hafa sent út­varps­stjóra, Kast­ljós­inu og frétta­stofu RÚV tölvu­póst vegna máls­ins en eng­in svör fengið. Sig­mar Guðmunds­son, þáver­andi rit­stjóri Kast­ljóss­ins hef­ur sagt að frétta­menn þátt­ar­ins hafi í kjöl­farið ár­ang­urs­laust reynt að ná í El­ínu vegna máls­ins.

Elín Björg Ragnarsdóttir.
Elín Björg Ragn­ars­dótt­ir.

Í morg­un var haft eft­ir Páli að það væri grafal­var­legt mál ef lýs­ing El­ín­ar væri rétt og að þá væri um frétta­föls­un að ræða.

Páll skrifaði í Face­book-færslu seinni part­inn í dag að hann hefði horft á um­rædd­an Kast­ljósþátt sem sýnd­ur var fyr­ir 6 árum. Seg­ir hann að þar sé skýrt tekið fram að títt­nefnt viðtal við El­ínu hafi verið tekið áður en kunn­ugt var um að rann­sókn væri hafi á Sam­herja. „Því verður því ekki haldið fram með réttu að viðtalið hafi verið tekið og birt á fölsk­um for­send­um. Rétt skal vera rétt,“ seg­ir Páll að lok­um.

mbl.is