„Fráleitt að halda þessu fram“

Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Arctic Fish.
Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Arctic Fish. mbl.is/Árni Sæberg

Sig­urður Pét­urs­son, fram­kvæmda­stjóri viðskiptaþró­un­ar fisk­eld­is­fyr­ir­tæk­is­ins Arctic Fish, seg­ir að full­yrðing­ar sem sett­ar séu fram í stefnu á hend­ur fyr­ir­tæk­inu séu alrang­ar.

Greint var frá því fyrr í dag að út­gáfa sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra á bráðabirgðarekstr­ar­leyfi til Arctic Sea Farm, syst­ur­fyr­ir­tæk­is Arctic Fish, hefði verið kærð. Leyfið var gefið út í nóv­em­ber eft­ir að Alþingi samþykkti lög til að koma í veg fyr­ir að starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins legðist af.

Mat­væla­stofn­un hafði veitt Arctic Sea Farm og Arn­ar­laxi rekstr­ar­leyfi í lok árs 2017 en úr­sk­urðar­nefnd um­hverf­is- og auðlinda­mála felldi þau úr gildi 27. sept­em­ber. Með gild­is­töku lag­anna í nóv­em­ber var ráðherra veitt heim­ild, að feng­inni um­sögn Mat­væla­stofn­un­ar, til að gefa út tíma­bundið rekstr­ar­leyfi til allt að 10 mánaða.

Sókn­araðilar í stefn­unni, sem kynnt var Arctic Sea Farm í síðustu viku, eru fé­laga­sam­tök­in Lax­inn lifi, Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök Íslands, Ak­ur­holt ehf., Geiteyri ehf., Ari Pét­ur Wendel, Víðir Hólm Guðbjarts­son, Atli Árdal Ólafs­son, Varp­land hf. og Veiðifé­lag Laxár á Ásum.

Í stefn­unni er það full­yrt að fyr­ir­tæk­in hafi ekk­ert aðhafst til að upp­fylla þau skil­yrði lag­anna sem upp­fylla þarf að loknu hinu tíma­bundna rekstr­ar­leyfi. Seg­ir Sig­urður í sam­tali við 200 míl­ur að stefn­an eigi ekki við rök að styðjast.

„Við höf­um frá fyrsta degi sett í þetta meiri mann­skap inn­an fyr­ir­tæk­is­ins, og meira að segja ráðið til okk­ar lög­fræðing sem er að vinna að þess­um mál­um. Þá höf­um við fengið til liðs við okk­ur verk­fræðiskrif­stofu með sér­fræðing­um í þess­um mál­efn­um, ut­anaðkom­andi aðila til að sinna rann­sókn­um fyr­ir okk­ur, lög­fræðiþjón­ustu frá LEX og sér­fræðiaðstoð frá Há­skól­an­um á Hól­um,“ seg­ir Sig­urður og bæt­ir við að enn frem­ur hafi átt sér stað mik­il sam­skipti á milli fyr­ir­tæk­is­ins og þeirra stofnana sem komi að um­hverf­is­mati og leyf­isveit­ing­um, þ.e. Skipu­lags­stofn­un, Um­hverf­is­stofn­un og Mat­væla­stofn­un.

„Svo­lítið dæmi­gert“

„Þetta er því al­veg frá­leitt að halda þessu fram, að við séum ekki að bregðast með nein­um hætti við úr­sk­urðinum í mál­inu. Um­hverf­is­mats­ferli tek­ur yf­ir­leitt nokk­ur ár en til þess að laga þá ann­marka sem úr­sk­urður ÚUA sneri að þá höf­um við nokkra mánuði,“ seg­ir hann.

„Þetta er því miður svo­lítið dæmi­gert. Maður velt­ir því fyr­ir sér af hverju þess­ir aðilar hafi ekki ein­fald­lega sam­band og reyni að kynna sér aðstæður og mála­vexti, en það er aldrei gert. Þeir hafa hrein­lega hvorki kynnt sér starf­semi okk­ar né þau viðbrögð sem við höf­um unnið að und­an­farna mánuði.“

Hann bend­ir á að málið megi rekja til ágalla í meðferð rík­is­stofn­ana á veit­ingu rekstr­ar­leyf­is­ins. „En það fell­ur á okk­ar hend­ur að leysa úr þessu, sem við með góðri sam­vinnu við sér­fræðinga og starfs­menn viðeig­andi stofn­ana mun­um ná.“

Málið verður tekið fyr­ir klukk­an 14 í Héraðsdómi Reykja­vík­ur á morg­un, en dóm­stóll­inn hef­ur fall­ist á að málið hljóti flýtimeðferð.

mbl.is