Veiðileyfissviptingu Kleifabergs frestað

Kleifaberg RE.
Kleifaberg RE.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur ákveðið að fresta réttaráhrifum ákvörðunar Fiskistofu um að svipta togarann Kleifaberg RE 70 veiðileyfi sínu í tólf vikur vegna brottkasts, á meðan kæra Útgerðarfélags Reykjavíkur (ÚR) er til skoðunar.

Runólfur Viðar Guðmundsson, framkvæmdastjóri ÚR, kveðst bjartsýnn á að ákvörðun Fiskistofu verði endurskoðuð.

Félagið hefur gagnrýnt Fiskistofu og heldur því meðal annars fram í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag, að rannsókn málsins hafi verið ófullnægjandi. 8

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: