„Góðar umræður“ um hvalaskýrslu

Atvinnuveganefnd Alþingis fundaði vegna skýrslunnar í morgun.
Atvinnuveganefnd Alþingis fundaði vegna skýrslunnar í morgun. mbl.is/Alfons Finnsson

Odd­geir Ágúst Ottesen og Sig­urður Jó­hann­es­son frá Hag­fræðistofn­un Há­skóla Íslands voru gest­ir á fundi at­vinnu­vega­nefnd­ar Alþing­is í morg­un þar sem rætt var um þjóðhags­leg áhrif hval­veiða.

Til­efnið var skýrsla Hag­fræðistofn­un­ar sem var unn­in fyr­ir at­vinnu­vegaráðuneytið þar sem fram kom að full­yrðing­ar um nei­kvæð áhrif hval­veiða á ís­lenskt efna­hags­lífi eigi ekki við rök að styðja.

Halla Signý Kristjánsdóttir alþingismaður.
Halla Signý Kristjáns­dótt­ir alþing­ismaður. mbl.is/​Sig­urður Bogi

Að sögn Höllu Sig­nýj­ar Kristjáns­dótt­ur, 2. vara­for­manns at­vinnu­vega­nefnd­ar Alþing­is, fóru þeir Odd­geir Ágúst og Sig­urður yfir skýrsl­una og svöruðu spurn­ing­um um hana. Sig­urður Guðjóns­son, for­stjóri Haf­rann­sókna­stofn­un­ar, og Gísli Vík­ings­son, hvala­sér­fræðing­ur hjá stofn­un­inni, voru einnig gest­ir fund­ar­ins.

At­vinnu­vega­nefnd tók enga af­stöðu til skýrsl­unn­ar sjálfr­ar held­ur var ein­fald­lega farið yfir hana með aðstoð gest­anna. „Þetta voru bara góðar umræður,“ seg­ir Halla Signý. Eng­in ákvörðun hef­ur verið tek­in um hvort fleiri gest­ir verði kallaðir til vegna máls­ins.

mbl.is