Hopar fjórfalt hraðar en áður var talið

Ísinn á Grænlandi hefur hopað umtalsvert undanfarin ár. Mynd úr …
Ísinn á Grænlandi hefur hopað umtalsvert undanfarin ár. Mynd úr safni. mbl.is/Rax

Ísinn á Græn­landi hef­ur hopað fjór­falt hraðar frá 2003 en áður var talið, sam­kvæmt nýrri rann­sókn sem Guar­di­an fjall­ar um. Er það ekki hvað síst ástandið á suðvest­ur­hluta Græn­lands, svæði sem lít­il hætta hef­ur þótt stafa af hingað til, sem nú vek­ur vís­inda­mönn­um áhyggj­ur. 

Niður­stöðurn­ar voru birt­ar í vís­inda­tíma­rit­inu Proceed­ings of the Nati­onal Aca­demy of Sciences. Telja vís­inda­menn­irn­ir þær sýna að landsvæði á Græn­landi, sem menn höfðu áður litl­ar áhyggj­ur af, kunni að eiga um­tals­verðan þátt í hækk­un yf­ir­borð sjáv­ar í framtíðinni og auka þannig á þá ógn sem viðkvæm­um strandsvæðum á borð við Miami í Flórída, Sj­ang­hæ í Kína, Bangla­dess og ýms­um eyj­um á Kyrra­haf­inu stafi af hækk­andi sjáv­ar­stöðu.

Íshell­an minnk­ar hraðast á suðvest­ur­hluta Græn­lands

BBC fjall­ar einnig um niður­stöðuna og seg­ir rann­sókn­ir vís­inda­mann­anna lengi vel hafa beinst að suðaust­ur- og norðvest­ur­hluta Græn­lands, en þar falla reglu­lega stór­ir borga­rís­jak­ar úr Græn­lands­jökli í Atlants­hafið.

Rann­sókn­in nú hafi hins veg­ar sýnt að það sé á suðvest­ur­hluta Græn­lands sem ís­hett­an hafi minnkaði hvað mest á ára­bil­inu 2003-2013, þrátt fyr­ir að lítið sé um jökla á þess­um slóðum.

„Hvað sem olli þessu er ekki hægt að út­skýra það út frá jökl­um af því að þeir eru ekki marg­ir,“ hef­ur BBC eft­ir ein­um skýrslu­höf­und­anna Michael Bevis frá Ohio State Uni­versity. „Þetta hlýt­ur vera yf­ir­borðsmass­inn. Bráðnun íss­ins kom inn­an úr landi og í átt að strand­lengj­unni.“

BBC seg­ir vís­inda­menn telja að hop íss­ins megi rekja til lofts­lags­breyt­inga ann­ars veg­ar og veður­sveiflu í Norður-Atlants­haf­inu hins veg­ar, svo­nefndr­ar NAO-sveiflu. Á nei­kvæðum tíma­bil­um yfir sum­ar­tím­ann eyk­ur NAO hit­ann á svæðinu og fjölg­ar þar með þeim geisl­um sól­ar sem ná yf­ir­borði jarðar, sem aft­ur dreg­ur úr snjó­komu — ekki hvað síst á vest­ur­hluta Græn­lands.

Stór­ar ís­breiður munu bráðna í meiri mæli

„Þess­ar sveifl­ur eru bún­ar að eiga sér stað lengi [...] og hvers vegna er það því fyrst nú sem þær eru að valda þess­ari miklu bráðnun? Því veld­ur það að grunn­lína hita­stigs and­rúms­lofts­ins er hærri. Þessi skamm­tíma­hlýn­un sem NAO veld­ur sigl­ir nú á bylgju var­an­legr­ar hlýn­un­ar jarðar,“ sagði Bevis.

„Við viss­um að við vær­um að glíma við um­fangs­mik­inn vanda varðandi hop sumra stóru jökl­anna,“ bætti hann við. „Nú erum við hins veg­ar að átta okk­ur á öðrum al­var­leg­um vanda: Stór­ar ís­breiður munu í sí­vax­andi mæli bráðna og falla til sjáv­ar eft­ir ár­far­veg­um.“

GPS-kerfi eru notuð til að fylgj­ast með jöðrum flestra jökla á Græn­landi, en lítið hef­ur verið um slík mæli­kerfi á suðvest­ur­hluta lands­ins.

mbl.is