Fiskistofa ítrekað bent á vandann

Eftirlitsmenn Fiskistofu vigta afla strandveiðibáta í Norðurfirði á Ströndum.
Eftirlitsmenn Fiskistofu vigta afla strandveiðibáta í Norðurfirði á Ströndum. mbl.is/Árni Sæberg

Stjórn­end­ur Fiski­stofu hafa ít­rekað bent á þann vanda sem við er að etja vegna eft­ir­lits með fisk­veiðum. Þeir telja skýrslu Rík­is­end­ur­skoðunar um eft­ir­lits­hlut­verk Fiski­stofu vandaða og að hún bendi rétti­lega á marg­vís­lega erfiðleika í þess­um efn­um.

Þetta kem­ur fram í færslu á vef Fiski­stofu, þar sem bent er á að stjórn­sýslu­út­tekt Rík­is­end­ur­skoðunar á eft­ir­lits­hlut­verki Fiski­stofu sem birt var eft­ir ára­mót­in hafi verið til umræðu í fjöl­miðlum und­an­farna daga.

„Það kem­ur rétti­lega fram í skýrsl­unni að starfs­mönn­um Fiski­stofu hef­ur fækkað um 29 pró­sent frá ár­inu 2008 sam­hliða því að verk­efn­um hef­ur fjölgað. Þá hef­ur Fiski­stofa enn frem­ur bent á að bæta þurfi reglu­verkið til þess að styrkja stofn­un­ina í hlut­verki sínu,“ seg­ir í færsl­unni.

End­ur­skoða þurfi regl­ur um vigt­un sjáv­ar­afla og hvernig meta skuli tengsl fyr­ir­tækja með til­liti til þess hvort ein­stak­ir aðilar ráði yfir stærri hlut veiðiheim­ilda en leyfi­legt er sam­kvæmt lög­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina