Óttast að hafís hverfi af Barentshafi á áratug

Vara vísindamenn við því að breytingar í Barentshafinu kunni að …
Vara vísindamenn við því að breytingar í Barentshafinu kunni að reynast vatnaskilin sem valdi því að nýir útpóstar norðurheimskautsins verði úti fyrir ströndum Síberíu. Kort/Google

Þær lofts­lags­breyt­ing­ar sem nú eiga sér stað við Bar­ents­hafið kunna að breiðast yfir til annarra svæða á norður­heim­skaut­inu. Vara vís­inda­menn við því að breyt­ing­ar í Bar­ents­haf­inu kunni að reyn­ast vatna­skil­in sem valdi, eft­ir því sem höf­in hlýna meira, því að veðurfar heim­skauta­svæðanna verði sam­bæri­legt veðurfari yfir Atlants­haf­inu.

Fram kom á ráðstefnu sem hald­in var í Nor­egi að svo kunni að fara að Kara­hafið og Lap­tev­hafið, sem eru yfir Síberíu, verði hinir nýju út­póst­ar norður­heim­skauts­ins. Vara vís­inda­menn við því að þetta muni hafi áhrif á vist­kerfi jarðar og kunni einnig að hafa áhrif á veðra­kerf­in.

Fjallað er um málið á vef BBC sem seg­ir áhyggj­ur vís­inda­mann­anna m.a. bein­ast að því að heim­skauta­veðurfar hafi ríkt á Bar­ents­hafi frá lok­um síðustu ís­ald­ar fyr­ir 12.000 árum. Haf­ís­inn sem legið hef­ur yfir Bar­ents­haf­inu er þar hins veg­ar ekki leng­ur og viðheld­ur fyr­ir vikið ekki köldu ferskvatns­lagi sem hef­ur verið eins og lag yfir hlýrri og salt­ari sjó Atlants­hafs­ins. Fyr­ir vikið er salt­ur sjór­inn nú kom­inn upp á yf­ir­borðið. Segja vís­inda­menn því að Bar­ents­hafið geti í raun verið orðið hluti af Atlants­haf­inu á inn­an við ára­tug.

Dr Sigrid Lind hjá Bjerk­nessent­er­et for klima­forskn­ing sagði ráðstefnu­gest­um að brotni lag­skipt­ing heim­skauta­hafs­ins á þessu svæði með öllu niður kunni sú breyt­ing að verða óaft­ur­kræf.

Breyt­ing­arn­ar séu svo hraðar að Bar­ents­hafið í heild sinni kunni að vera orðið ís­laust inn­an nokk­urra ára­tuga, jafn­vel inn­an 10 ára.

„Þetta er lík­lega fyrsta sam­tíma­dæmið um hraðar lofts­lags­breyt­ing­ar — að hluti norður­heim­skautsvæðis­ins verði veðurfars­lega að Atlants­hafs­svæði. Svona hliðrun átti sér stað á Norður­sjón­um á síðustu ís­öld og þegar breyt­ing­in varð gerðist hún mjög hratt,“ hef­ur BBC eft­ir Lind.

„Þetta sýn­ir að norður­heim­skautið er að bregðast við einn­ar gráðu hlýn­un­inni sem við búum við í dag með því að skreppa sam­an og missa hluta ytri marka sinna til Atlants­hafs­svæðis­ins.“

Seg­ir BBC aðra vís­inda­menn hafa bent á að aðrir þætt­ir kunni mögu­lega að eiga hlut að máli, t.d. breyt­ing­ar á vind­um sem virðast nú gera meira af því að blása haf­ísn­um burt af Bar­ents­haf­inu.

mbl.is