Í skólaverkfall gegn loftslagsbreytingum

Þúsundir skólabarna í Sviss fóru í verkfall frá skóla síðasta …
Þúsundir skólabarna í Sviss fóru í verkfall frá skóla síðasta föstudag til að krefjast aðgerða gegn loftslagsbreytingum. AFP

Þúsund­ir evr­ópskra skóla­barna mættu ekki í skóla eft­ir há­degi í dag, held­ur tóku þess í stað þátt í mót­mæl­um gegn lofts­lag­breyt­ing­um fyr­ir utan ráðhús borga í Sviss og Þýskalandi. Eru mót­mæli krakk­anna inn­blás­in af aðgerðum Gretu Thun­berg, 16 ára sænsks aðgerðasinna, sem nú er stödd í Dav­os þar sem hún ætl­ar að hvetja Alþjóðaefna­hags­ráðið (WEF) til að tryggja æsk­unni grænni framtíð.

BBC seg­ir 35.000 ung­linga hafa mót­mælt í Brus­sel í gær. Báru ung­ling­arn­ir spjöld með áletr­un­um á borð við „Risaeðlurn­ar héldu líka að þær hefðu tíma“ og „Vertu hluti af lausn­inni ekki meng­un­inni“. Þá fóru þúsund­ir skóla­barna í Sviss í verk­fall á föstu­dag­inn í síðustu viku til að krefjast aðgerða gegn lofts­lags­breyt­ing­um.

Þýsk­ir nem­ar hafa þá nýtt sér sam­fé­lags­miðil­inn Twitter til að hvetja hver ann­an til aðgerða und­ir myllu­merk­inu #Fri­days­ForFut­ure eða föstu­dag­ar til framtíðar.

Vilja krakk­arn­ir með gjörðum sín­um hvetja leiðtoga heims og for­svars­menn fyr­ir­tækja til að standa við mark­mið Par­ís­ar­samn­ings­ins.

Greta Thunberg í Davos í Sviss. Skiltið sem hún ber …
Greta Thun­berg í Dav­os í Sviss. Skiltið sem hún ber er með orðunum „Skóla­verk­fall fyr­ir lofts­lagið“, en hún hef­ur frá því í haust setið á föstu­dög­um fyr­ir utan sænska þingið til að krefjast aðgerða í lofts­lags­mál­um. AFP

Gagn­rýndi ráðstefnu­gesti í Dav­os

Thun­berg sjálf hef­ur setið fyr­ir utan sænska þing­húsið á hverj­um föstu­degi frá því haust og vöktu aðgerðir henn­ar at­hygli alþjóðasam­fé­lags­ins á lofts­lags­ráðstefn­unni í Póllandi í lok síðasta árs, en þangað mætti hún til að ræða við ráðamenn. Thun­berg tók svo lest­ina frá Svíþjóð til Sviss í vik­unni til að kom­ast á Dav­os-ráðstefn­una. Ferðalagið tók 32 tíma, en hún vill með ferðamát­an­um und­ir­strika þörf­ina fyr­ir hreinni sam­göngu­máta.

Ekki eru þó all­ir sátt­ir við Thun­berg og hafa sum­ir not­end­ur sam­fé­lags­miðla m.a. gagn­rýnt hana fyr­ir að hvetja krakka til að skrópa, fyr­ir at­hygl­is­sýki og fyr­ir að vinna starf þrýsti­hópa um­hverf­issinna.

Jakob Bla­sel, einn þýsku stuðnings­manna Thun­berg, sagði við BBC að bar­átt­an gegn lofts­lags­breyt­ing­um væri mik­il­væg­ari en námið. „Eft­ir allt sam­an af hverju ætt­um við að læra ef við eig­um enga framtíð?“ sagði hann.

Sjálf ávarpaði Thun­berg leiðtoga viðskipta­lífs­ins í Dav­os. „Sumt fólk, sum fyr­ir­tæki og sum­ir þeirra sem taka ákv­arðan­irn­ar vita ná­kvæm­lega hversu ómet­an­leg­um verðmæt­um þeir eru bún­ir að vera að fórna til að halda áfram að græða meira magn pen­inga en hægt er að ímynda sér [...] og ég held að marg­ir ykk­ar sem hér eru í dag, til­heyri þeim hópi,“ sagði Thun­berg.

„Skila­boð mín voru þau að mest af út­blæstr­in­um er verk nokk­urra mjög ríkra ein­stak­linga sem eru stadd­ir hér í Dav­os,“ sagði Thun­berg við BBC og kvað suma áheyr­enda sinna hafa brugðist við gagn­rýn­inni með tauga­veikluðum hlátri.

„Þess­ir ein­stak­ling­ar hafa mikið vald og gætu raun­veru­lega breytt ein­hverju. Þess vegna finnst mér ábyrgð þeirra vera mik­il. Þeir verða að setja efna­hags­mark­mið sín til hliðar til að tryggja líf­væn­leg­ar aðstæður fyr­ir mann­kynið í framtíðinni.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina