Kastljós hafi brotið á viðmælendum sínum

Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar.
Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar.

Kast­ljós, frétta­skýr­ingaþátt­ur Rík­is­út­varps­ins, vann ekki heima­vinn­una sína, lét nota sig og braut á viðmæl­end­um sín­um. Þetta seg­ir Sig­ur­geir Brynj­ar Krist­geirs­son, fram­kvæmda­stjóri Vinnslu­stöðvar­inn­ar í Vest­manna­eyj­um.

Í aðsendri grein sem birt­ist í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir hann að ásak­an­ir Kast­ljóss á hend­ur nafn­greind­um fyr­ir­tækj­um hafi verið falsk­ar og rang­ar, en tíma­sett­ar í sam­hengi við fram­lagn­ingu veiðigjalda­frum­varpa á Alþingi.

Þegar hef­ur Elín Björg Ragn­ars­dótt­ir, lög­fræðing­ur og fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Sam­taka fisk­fram­leiðenda, stigið fram og sagt Kast­ljós hafa „gróf­lega mis­notað“ viðtal við sig. Viðtal sem tekið hafi verið árið 2012, klippt úr sam­hengi og birt um tveim­ur mánuðum síðar í tengsl­um við um­fjöll­un Kast­ljóss um hús­leit hjá Sam­herja.

Í upp­hafi grein­ar sinn­ar í dag vís­ar Brynj­ar til þess að í siðaregl­um Rík­is­út­varps­ins segi eft­ir­far­andi:

„Frétta­menn skulu skýra viðmæl­end­um og heim­ild­ar­mönn­um frá því með hvaða hætti viðtöl eða upp­lýs­ing­ar frá þeim verði notaðar, um hvað frétt­in eða þátt­ur­inn snú­ist.“

„Þetta er orðrétt úr siðaregl­um RÚV og er út af fyr­ir sig at­hygl­is­vert að stofn­un­in telji sig þurfa að setja á blað leiðbein­ing­ar um vinnu­brögð sem þykja eðli­leg meðal siðaðra manna,“ skrif­ar hann.

„Viðmæl­andi hef­ur kært Kast­ljós til siðanefnd­ar RÚV fyr­ir meðferð Helga Selj­an á sér og viðtali við sig í mars 2012. Nefnt ákvæði og mörg önn­ur í siðaregl­um og frétta­regl­um RÚV voru þar þver­brot­in og við vinnslu fjög­urra þátta í sömu serí­unni. Elín Björg Ragn­ars­dótt­ir lög­fræðing­ur var ekki eini viðmæl­andi Helga Selj­an sem þarna var brotið á. Þeir voru fleiri.“

Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var útvarpsstjóri þegar umræddir þættir Kastljóss …
Páll Magnús­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, var út­varps­stjóri þegar um­rædd­ir þætt­ir Kast­ljóss voru sýnd­ir. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Sam­særi RÚV, Seðlabanka og þáver­andi stjórn­valda

„Páll Magnús­son var út­varps­stjóri á þess­ari vakt og sér enn ekk­ert at­huga­vert við víta­verð vinnu­brögð Kast­ljósliðsins. Ekki vefst fyr­ir mér að staðfesta að við Páll erum sam­mála um að aðför Más Guðmunds­son­ar & co. gagn­vart Sam­herja hafi verið reist á sandi og ekki standi þar steinn yfir steini. Æskilegt væri í fram­hald­inu að hann viður­kenndi að Kast­ljósþætt­irn­ir fjór­ir voru líka reist­ir á sandi!“ skrif­ar Brynj­ar.

Þar hafi því verið haldið fram að sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki flyttu hagnað úr landi með und­ir­verðlagn­ingu sjáv­ar­afla og að þau brytu gjald­eyr­is­lög.

„Allt var rann­sakað í þaula. Máli Sam­herja lyktaði með sýknu en Vinnslu­stöðvar­inn­ar með niður­fell­ingu ákæru sér­staks sak­sókn­ara. Eft­ir stend­ur að ásak­an­ir Kast­ljóss á hend­ur nafn­greind­um fyr­ir­tækj­um voru falsk­ar og rang­ar en tíma­sett­ar í sam­hengi við fram­lagn­ingu veiðigjalda­frum­varpa. Þetta kalla ég sam­særi starfs­manna RÚV, Seðlabanka og þáver­andi stjórn­valda.“

Kast­ljós hafi haft sam­band þrem­ur tím­um fyr­ir út­send­ingu

Stjórn­end­ur Sam­herja og Vinnslu­stöðvar­inn­ar hafi þá verið „blákalt“ sakaðir um lög­brot.

„Í mínu til­viki frétti ég af því að Kast­ljós myndi fjalla um mál tengt fé­lag­inu mörg­um vik­um áður en þátt­ur­inn var send­ur út. Tím­inn var næg­ur og með ör­lít­illi heim­ild­ar­vinnu og viðtöl­um við kunn­áttu­fólk í sjáv­ar­út­vegi hefðu stjórn­end­ur Kast­ljóss áttað sig á að ekki stóð steinn yfir steini í mála­til­búnaðinum. Helgi Selj­an [þáver­andi um­sjón­ar­maður Kast­ljóss] og sam­verka­menn hans í Seðlabank­an­um rugluðu t.d. sam­an verði á karfa á inn­an­lands­markaði og á er­lend­um mörkuðum, sem var hærra vegna flutn­ings­kostnaðar!“

Í þætt­in­um þar sem Vinnslu­stöðin hafi fyrst komið við sögu hafi Brynj­ar ekki fengið tæki­færi til að bregðast við strax, eins og kveðið sé á um í regl­um RÚV: „Sé um að ræða al­var­leg­ar ásak­an­ir, t.d. um lög­brot eða van­hæfi, verður að gefa viðkom­andi mögu­leika til andsvara í sama frétta­tíma.“

„RÚV hafði sam­band þrem­ur klukku­stund­um fyr­ir út­send­ingu í byrj­un apríl en þá var auðvitað ekk­ert svig­rúm til að bregðast við rugl­inu sem Selj­an og Seðlabank­inn höfðu kokkað frá því í janú­ar. Dag­inn eft­ir lýsti ég vinnu­brögðum Kast­ljóss og viðtalið var af­kynnt með þeim orðum að Kast­ljós stæði í einu og öllu við um­fjöll­un sína. Þátt­ur­inn stend­ur enn við þau orð sín, eða hvað?

Kast­ljós vann ekki heima­vinn­una sína, lét nota sig og braut á viðmæl­end­um sín­um. Páll Magnús­son ætti að íhuga hvort hann treyst­ir sér til að taka áfram ábyrgð á því sem þarna gerðist á vakt­inni hans.“

mbl.is