Svar Seðlabankans ekki í samræmi við lög

Þorsteinn Már Baldvinsson mætir ásamt forsvarsmönnum Samherja á fund í …
Þorsteinn Már Baldvinsson mætir ásamt forsvarsmönnum Samherja á fund í Seðlabankaum í nóvember. mbl.is/​Hari

Umboðsmaður Alþing­is seg­ir að svar Seðlabanka Íslands til Þor­steins Más Bald­vins­son­ar, for­stjóra Sam­herja, í tengsl­um við er­indi hans um aft­ur­köll­un ákvörðunar um stjórn­valds­sekt sem bank­inn lagði á, hafi ekki verið í sam­ræmi við lög og að bank­inn hafi ekki leyst úr er­ind­inu með full­nægj­andi hætti. Þetta kem­ur fram í áliti umboðsmanns sem birt var á vef embætt­is­ins í dag. Bankaráð ætl­ar að taka málið upp að nýju og af­greiða það í sam­ræmi við álit umboðsmanns.

Gylfi Magnús­son, formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands, seg­ir í sam­tali við mbl.is að bankaráðið taki gagn­rýni umboðsmanns al­var­lega. „Bankaráðið fundaði í morg­un og fór meðal ann­ars yfir álit umboðsmanns Alþing­is. Það tek­ur gagn­rýni umboðsmanns á stjórn­sýslu Seðlabank­ans al­var­lega. Ályktaði í morg­un að það teldi að bank­inn ætti að hafa frum­kvæði að því að taka málið upp að nýju og af­greiða í sam­ræmi við álit umboðsmanns Alþing­is. Jafn­framt að skoða hvort sama gildi um önn­ur mál sem kunna að vera sam­bæri­lega.“

Upp­fært: Í upp­haf­legu frétt­inni var sagt að stjórn­valds­sekt­in sem um ræðir hafi verið lögð á Sam­herja. Hið rétta er að í þessu máli sem umboðsmaður skoðaði er um að ræða stjórn­valds­sekt sem lögð var á Þor­stein Má.

Lesa má álit umboðsmanns í heild sinni hér.

Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands. mbl.is/​Golli
mbl.is