Titrar og svitnar við 42 gráður

„Það er svo þurrt loftið og vindurinn ruglar mann,“ segir …
„Það er svo þurrt loftið og vindurinn ruglar mann,“ segir Hrefna Björg Gylfadóttir sem er í starfsnámi í Melbourne þar sem hitinn fór upp í 46 gráður í dag í mikilli hitabylgju sem gengur yfir suðurhluta Ástralíu þessa dagana. Ljósmynd/Harkiran Singh Narulla

„Ég hef aldrei upp­lifað svona hita áður,“ seg­ir Hrefna Björg Gylfa­dótt­ir, sem er bú­sett í Mel­bour­ne, en mik­il hita­bylgja hef­ur geisað síðustu daga í mið- og suður­hluta Ástr­al­íu.

Dæmi eru um að hit­inn hafi farið í 50 gráður í suður­hluta lands­ins síðasta sól­ar­hring og hafa hita­met fallið í hrönn­um. Hrefna seg­ir að aðstæðurn­ar séu sér­stak­ar, hún hafi til að mynda ekki farið til vinnu í dag, en hún er í starfs­námi sem er hluti af námi henn­ar í frum­kvöðla­fræði og verk­efna­stjórn­un, eða kaospi­lot, í Árós­um í Dan­mörku.

„Vindork­an bjargaði borg­inni í dag“

Hrefna hef­ur verið í um mánuð í Ástr­al­íu en hún seg­ir að dag­ur­inn í dag hafi slegið öll met. „Hit­inn fór hæst upp í 46 gráður í Mel­bour­ne í dag og mæld­ist hann á flug­vell­in­um en inni í borg­inni náði hann hæst 42,8 gráðum,“ seg­ir Hrefna þegar blaðamaður nær tali af henni þar sem hún er að elda kvöld­mat­inn. Ekki búa all­ir íbú­ar borg­ar­inn­ar svo vel en raf­magnstrufl­an­ir hafa ein­kennt dag­inn og hef­ur raf­magn farið öðru hverju af um tvö hundruð þúsund heim­il­um í Vikt­oríu­fylki, þar á meðal í Mel­bour­ne. „Fólk gat ekki kælt sig niður og það gerði þenn­an dag aðeins drama­tísk­ari en að hann hefði þurft að vera,“ seg­ir Hrefna.

Það voru einkum kola­kynt­ar raf­veit­ur sem gáfu sig í hit­an­um og ollu þannig raf­magns­leysi. Hrefna seg­ir að vegna þessa hafi áhuga­verðar umræður haf­ist í land­inu um end­ur­nýt­an­lega orku­gjafa þar sem Ástr­al­ar þurfa nú að horf­ast í augu við áhrif lofts­lags­breyt­inga. „Fólk hef­ur bent á að það sé kolaiðjunni að kenna að raf­magnið hafi legið niðri en vindork­unni að þakka að fleiri heim­ili hafi ekki misst raf­magn. Vindork­an bjargaði borg­inni í dag.“   

Hitinn í Melbourne er nánast óbærilegur og nýtir fólk hvert …
Hit­inn í Mel­bour­ne er nán­ast óbæri­leg­ur og nýt­ir fólk hvert tæki­færi til að kæla sig niður, eins og til dæm­is þessi „úðun­ar­göng“. AFP

Vör við alls kon­ar dýr

Hit­inn hef­ur einnig haft áhrif á dýr­in en hita­bylgj­an hef­ur til að mynda leitt til dauða rúm­lega 90 villtra hesta í óbyggðum í Mið-Ástr­al­íu. Þá var kona bit­in af kyrk­islöngu sem hafði komið sér fyr­ir í kló­setti á heim­il­inu, enda dauðþyrst.

Hrefna seg­ist því vera óvenju at­hug­ul þessa dag­ana en hún hef­ur tekið eft­ir því að ýms­ar ver­ur sæk­ist í vatn og hafa fjöl­breytt­ir gest­ir, sem eru mis vel­komn­ir, gert vart við sig á heim­ili henn­ar, en eng­ar kyrk­islöng­ur þó. „Ég hef ekki séð kakka­lakka í Mel­bour­ne fyrr en í dag, þeir voru inni á baði, og maður sér fleiri maura og skor­dýr sem er að sækj­ast í vatn.“

Íbúar Mel­bour­ne virðast taka hita­bylgj­unni al­mennt með jafnaðargeði en Hrefna seg­ir að lítið þurfi hins veg­ar til svo að venju­leg­ar aðstæður verði allt í einu mjög drama­tísk­ar. „Í gær var ég troðfullri lest með engri loft­kæl­ingu og þetta hef­ur al­var­leg lík­am­leg áhrif, maður byrj­ar að titra og svitna og fyll­ist kvíða því að maður þarf að kom­ast í vatn og kulda.“

Þegar Hrefna flutti til Mel­bour­ne í byrj­un árs var hit­inn í kring­um 27-30 gráður og er því mun­ur­inn greini­leg­ur þessa dag­ana. „Það er svo þurrt loftið og vind­ur­inn rugl­ar mann. Borg­in breyt­ist líka, það er minna fólk á göt­un­um af því að það þolir ekki að vera lengi úti í þess­um hita.“

Hrefna Björg hefur dvalið í Ástralíu í um mánuð en …
Hrefna Björg hef­ur dvalið í Ástr­al­íu í um mánuð en hef­ur aldrei upp­lif­an ann­an eins hita eins og í dag. Ljós­mynd/​Harkir­an Singh Nar­ull

Sólgler­augu, hatt­ur og vatn orðinn staðal­búnaður 

Hrefna hélt sig heima í dag, líkt og marg­ir íbú­ar Mel­bour­ne, þar sem hit­inn varð fljótt óbæri­leg­ur. „Ég vissi að ég höndla ekki svona mik­inn hita. Ég er ör­ugg­lega extra viðkvæm sem Íslend­ing­ur. Mér finnst ég vera búin að vera með sól­sting í tvær vik­ur, maður finn­ur að maður verður þreytt­ur, sveitt­ur og leit­ar í kulda. Þetta hef­ur mjög mik­il áhrif á mann,“ seg­ir hún og bæt­ir við að staðal­búnaður síðustu vikna hafi verið óvenju­leg­ur fyr­ir hana: Sólgler­augu, hatt­ur og vatn.

Hrefna hlakk­ar hins veg­ar til að kom­ast aft­ur í vinn­una. Hún er í starfs­námi hjá sam­tök­um sem heita The Clima­te Reality Proj­ect þar sem hún vinn­ur að því að und­ir­búa nám­skeið fyr­ir fólk sem vill verða leiðtog­ar í lofts­lags­mál­um. Hún seg­ir að hita­bylgja eins og sú sem geng­ur nú yfir sýni svart á hvítu að grípa þurfi til aðgerða, og það strax.

„Það er áhuga­vert að vera að vinna við það árið 2019 að auka vit­und um lofts­lags­mál þegar við erum að horfa á áhrif­in. Það er smá eins og við séum kom­in út úr því að vekja at­hygli á mál­efn­inu, núna þurf­um við að horf­ast í augu við það sem er að ger­ast.“  

Ekki hægt að kæla sig niður í sjón­um

Þjóðhátíðardag­ur Ástr­al­íu er hald­inn hátíðleg­ur um helg­ina en hátíðahöld verða vænt­an­lega með breyttu sniði sök­um hit­ans. „Það er mik­ill kúltúr fyr­ir því að fara í úti­legu þessa helgi en stjórn­völd eru búin að vara við því að fólk fari í úti­legu, meðal ann­ars vegna auk­inn­ar hættu á skógar­eld­um,“ seg­ir Hrefna, sem var ein­mitt búin að skipu­leggja úti­legu með vin­um sín­um.

„Við erum hætt við það og ætl­um að fara á strönd­ina og reyna að kæla okk­ur niður í staðinn, sem er eig­in­lega ógeðslega fyndið því það er ekki hægt að kæla sig niður á strönd­inni því sjór­inn er sjálf­ur svo heit­ur, en það er eig­in­lega það eina sem maður get­ur gert.“

Yfirvöld ráðleggja Áströlum frá því að fara í útilegur um …
Yf­ir­völd ráðleggja Áströlum frá því að fara í úti­leg­ur um helg­ina vegna auk­inna hættu á skógar­eld­um vegna hita­bylgju sem geng­ur yfir suður­hluta lands­ins. Mynd­in er tek­in í Deepwater-þjóðgarðinum í lok síðasta árs. AFP
mbl.is