Síðustu kolabrennslunni lokað 2038

Kolabrennsla í Niederaussem í Vestur-Þýskalandi.
Kolabrennsla í Niederaussem í Vestur-Þýskalandi. AFP

Þjóðverj­ar kynntu í dag metnaðarfull­ar aðgerðir til þess að láta af kola­brennslu í land­inu í síðasta lagi árið 2038. Aðgerðaráætl­un­in hljóðar upp á 80 millj­arða evra, helm­ing­ur þess fjár renn­ur til svæðanna þar sem kola­brennsl­um verður lokað en hinum helm­ingn­um verður varið til þess að halda aft­ur af raf­orku­verðshækk­un­um í land­inu.

AFP grein­ir frá mál­inu í dag en þar kem­ur fram að víðtækt sam­ráð hafi verið haft um til­lög­urn­ar. Í kolaráðinu sem vann aðgerðaráætl­un­ina og var skipað af rík­is­stjórn lands­ins áttu sæti loft­lags­sér­fræðing­ar, stjórn­mála­menn, hags­munaaðilar kola­brennsluiðnaðar­ins og full­trú­ar verka­lýðshreyf­ing­ar­inn­ar. Ráðið skilaði af sér niður­stöðum í morg­un eft­ir stíf fund­ar­höld.

Ronald Pofalla, formaður kolaráðsins, heldur á skýrslunni á blaðamannafundi í …
Ronald Pofalla, formaður kolaráðsins, held­ur á skýrsl­unni á blaðamanna­fundi í Berlín í morg­un. AFP

Formaður hóps­ins, Ronald Pofalla, seg­ir dag­inn í dag sögu­leg­an en til­lög­ur ráðsins fara nú til rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Í frétt AFP seg­ir að þess sé vænst að rík­is­stjórn­in hrindi aðgerðaráætl­un hóps­ins af stað. Fund­ur er fyr­ir­hugaður í næstu viku hjá Ang­elu Merkel Þýska­landskansl­ara, Olaf Scholz fjár­málaráðherra og svæðis­stjór­um Þýska­lands.

Í frétt AFP seg­ir að sam­kvæmt áætl­un­inni verði fyrstu og mest meng­andi kola­brennsl­un­um lokað árið 2022 og er þá horft til þeirra sem brenna brún­kol til raf­orku. Árið 2030 verður fleiri kola­brennsl­um lokað og er þá horft til þess að raf­orku­fram­leiðsla með kola­brennslu verði kom­in niður í þriðjung þess sem hún er í land­inu í dag. Þá er fyr­ir­hugað að síðustu verk­smiðjunni verði lokað árið 2038 en ekki er úti­lokað að því verði flýtt til 2035 ef aðstæður leyfa.

mbl.is