Jens Garðar nýr framkvæmdastjóri Laxa

Jens Garðar Helgason.
Jens Garðar Helgason. mbl.is/Árni Sæberg

Stjórn Laxa fisk­eld­is hef­ur ráðið Jens Garðar Helga­son í starf fram­kvæmda­stjóra fé­lags­ins og mun hann hefja störf um mánaðamót­in.

Greint er frá þessu í til­kynn­ingu frá lax­eld­is­fyr­ir­tæk­inu. Jens Garðar hef­ur verið formaður Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi frá stofn­un þeirra árið 2014 og var fram­kvæmda­stjóri út­flutn­ings­fyr­ir­tæk­is­ins Fiski­miða ehf. á ár­un­um 2002 til 2018.

Jens Garðar stundaði nám í viðskipta­fræði við Há­skóla Íslands á ár­un­um 1997 – 2000 og stund­ar MBA-nám í Sea­food Mana­gement við Norweg­i­an School of Economics. Jens Garðar er bú­sett­ur á Eskif­irði, hann á þrjú börn og sam­býl­is­kona hans er Krist­ín Lilja Eygló­ar­dótt­ir.

Lax­ar fisk­eldi er með þrjár starfs­stöðvar á Suður­landi, sjókvía­eldi í Reyðarf­irði og höfuðstöðvar á höfuðborg­ar­svæðinu. Starf­semi og um­svif Laxa fisk­eld­is eru sögð hafa auk­ist hratt á síðustu miss­er­um og er fyr­ir­tækið nú að ala fjór­ar kyn­slóðir laxa í starfs­stöðvum sín­um. Starfs­menn Laxa fisk­eld­is á Íslandi eru 35.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina