Hugarburður eða furðulegur misskilningur

Sigmar Guðmundsson, fyrrverandi ritstjóri Kastljóss, og Helgi Seljan, fyrrverandi fréttamaður …
Sigmar Guðmundsson, fyrrverandi ritstjóri Kastljóss, og Helgi Seljan, fyrrverandi fréttamaður Kastljóss.

Alrangt er að frétta­skýr­ingaþátt­ur­inn Kast­ljós hafi á ein­hvern hátt not­fært sér viðtal við El­ínu Björgu Ragn­ars­dótt­ur, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra Sam­taka fiskút­flytj­enda, eða sett það í sam­hengi við um­fjöll­un í sama þætti um vís­bend­ing­ar sem þá lágu fyr­ir um meinta und­ir­verðlagn­ingu Sam­herja til dótt­ur­fé­laga sinna er­lend­is.

Þetta segja þeir Sig­mar Guðmunds­son, fyrr­ver­andi rit­stjóri Kast­ljóss, og Helgi Selj­an, fyrr­ver­andi fréttamaður þátt­ar­ins, í aðsendri grein í Morg­un­blaðinu í dag.

Vísa þeir til grein­ar sem birt­ist í Morg­un­blaðinu 17. janú­ar, eft­ir El­ínu Björgu, þar sem hún sagði Kast­ljós hafa mis­notað gróf­lega viðtal við sig fyr­ir tæp­um sjö árum, og fleygt sér „inn í harka­lega sam­fé­lags­um­ræðu án þess að ég hefði hug­mynd um það fyrr en skaðinn var skeður“.

Sig­mar og Helgi segja hana halda því fram að ein­hvers kon­ar blekk­ing­ar hafi verið viðhafðar við vinnslu og birt­ingu viðtals­ins.

„Hinu sama hef­ur for­stjóri Vinnslu­stöðvar­inn­ar haldið fram, ít­rekað. Þetta er rangt.“

Viðtöl­in hafi verið tek­in áður en rann­sókn­in hófst

„Í inn­gangi um­fjöll­un­ar­inn­ar var skýrt og greini­lega tekið fram að viðtöl í þætt­in­um um verðmynd­un fiskafla á Íslandi við El­ínu Björgu, Guðmund Þ. Ragn­ars­son, formann Fé­lags vél­stjóra og málm­tækni­manna, og Friðrik J. Arn­gríms­son, þáver­andi fram­kvæmda­stjóra LÍÚ, voru öll tek­in áður en rann­sókn á meint­um brot­um Sam­herja á gjald­eyr­is­lög­um hófst. Um það átti því eng­inn að þurfa að velkj­ast í vafa,“ skrifa Sig­mar og Helgi.

„Hin al­menna um­fjöll­un um tvö­falda verðmynd­un á fiski var að því leyt­inu aðskil­in um­fjöll­un um gögn frá Verðlags­stofu skipta­verðs sem sýndu rök­studd­an grun um að Sam­herji seldi dótt­ur­fé­lög­um sín­um er­lend­is til­tek­inn afla á til­teknu tíma­bili á lægra verði en í viðskipt­um annarra út­gerðarfé­laga við óskylda aðila. Þau gögn voru eins og fram kom ekki feng­in frá Seðlabanka Íslands, held­ur Verðlags­stofu skipta­verðs, op­in­berri eft­ir­lits­stofn­un um fisk­verð.

Um­rædd um­fjöll­un í Kast­ljósi sner­ist því öðru frem­ur um gagn­rýni sjó­manna, sjálf­stætt starf­andi fisk­verk­ana og fleiri, á tvö­falda verðmynd­un á fiski. Verð á afla er breyti­legt allt eft­ir því hvort hann er keypt­ur af sömu út­gerð og rek­ur veiðiskip­in eða seld­ur ótengd­um aðila. Þá staðreynd höfðu fyrr­greind­ir aðilar, ekki síst Sam­tök fiskút­flytj­enda, gagn­rýnt harðlega. Og gerðu síðast op­in­ber­lega í liðinni viku.“

Þessa sömu gagn­rýni hafi Elín Björg sjálf sett fram í störf­um sín­um fyr­ir sam­tök­in og sagt að breyt­ing­ar á þessu fyr­ir­komu­lagi væru helsta bar­áttu­mál sam­tak­anna.

„Þessu var fram­kvæmda­stjóri LÍÚ ekki sam­mála. Sjón­ar­mið beggja voru reifuð í um­rædd­um Kast­ljósþætti, meðal ann­ars áhyggj­ur El­ín­ar Bjarg­ar og sam­taka henn­ar af því að með litlu eft­ir­liti og ríkj­andi fyr­ir­komu­lagi kæmi fátt ef nokkuð í veg fyr­ir að út­gerðir gætu flutt fisk úr landi til dótt­ur­fé­laga sinna er­lend­is og tekið hagnað af viðskipt­un­um út er­lend­is.“

Benda þeir á að orðrétt hafi Elín sagt þetta í þætt­in­um:

„Eins og við sjá­um oft get­ur fyr­ir­tækið líka átt er­lent sölu­fyr­ir­tæki og selt áfram á lág­marks­verði frá fisk­vinnsl­unni yfir í er­lenda fyr­ir­tækið – sölu­fyr­ir­tækið, og tekið arðinn af allri grein­inni út í er­lenda fyr­ir­tæk­inu. Og hvort menn eru að leika þenn­an leik læt ég ósagt en alla­vega mögu­leik­inn er þarna til staðar. Og auðvitað ættu menn að skoða þetta.“

Frjálst að leita til siðanefnd­ar RÚV

Elín Björg segi þá í grein sinni, nú sjö árum síðar, að með orðum sín­um hafi hún ekki verið að lýsa öðru en lög­legri leið fyr­ir­tækja sem vert væri að skoða og breyta.

„Það er ein­fald­lega ekki rétt hjá El­ínu Björgu. Um bann við því að færa hagnað úr landi með þeim hætti sem hún lýsti er sér­stak­lega fjallað í lög­um og hef­ur verið um langa hríð, sam­an­ber ákvæði 57. grein­ar tekju­skattslaga og sam­bæri­leg þágild­andi lög um gjald­eyrisviðskipti.

Þess vegna – og eðli­lega – var gengið á El­ínu í um­ræddu viðtali og hún kraf­in um dæmi um þau ís­lensku fyr­ir­tæki sem léku þann leik sem hún lýsti. Hún fékkst ekki til þess þótt hún hefði gefið í skyn að hún þekkti slík dæmi.

Það var því sjálfsagt og eðli­legt að biðja El­ínu Björgu um að rök­styðja mál sitt með dæm­um í um­ræddu viðtali, og þekk­ist víðast hvar sem fag­leg vinnu­brögð í blaðamennsku.“

Viðtalið hafi því hvorki verið tekið né flutt á vill­andi eða rang­an hátt.

„Vita­skuld er El­ínu Björgu frjálst að leita til siðanefnd­ar RÚV með er­indi sitt nú, nærri sjö árum eft­ir að viðtalið birt­ist. Spurn­ing­in er hins veg­ar sú hvers vegna hún gerði það ekki mun fyrr? Er­indið sem hún seg­ist hafa sent dag­inn eft­ir um­fjöll­un­ina var at­huga­semd sem krafðist frek­ari skýr­inga af henn­ar hálfu og henni fylgdi hvorki ósk um birt­ingu né leiðrétt­ingu. Eft­ir að Elín sendi um­rædda at­huga­semd var ár­ang­urs­laust reynt að ná sam­bandi við hana til að óska frek­ari skýr­inga.

Lýs­ing henn­ar á mála­vöxt­um er því ekki sann­leik­an­um sam­kvæm.“

Grein El­ín­ar megi skilja svo að um­rætt viðtal, sem tekið hafi verið nokkru áður en um­fjöll­un­in var birt, hafi verið einu sam­skipti henn­ar við frétta­menn Kast­ljóss og birt­ing um­fjöll­un­ar­inn­ar því komið henni í opna skjöldu. Það sé einnig rangt.

„Fréttamaður átti í sam­skipt­um við El­ínu um efnið fyr­ir og ekki síður eft­ir að viðtalið var tekið, í því skyni að afla frek­ari upp­lýs­inga.

El­ínu var all­an tím­ann ljóst að viðtalið sem tekið var við hana yrði birt í um­fjöll­un um gagn­rýni á tvö­falda verðmynd­un á fiski og það sam­keppn­is­for­skot sem út­gerðir, sem einnig áttu eig­in sölu­fyr­ir­tæki er­lend­is, hefðu af þeim sök­um.

Og ná­kvæm­lega þannig birt­ist viðtalið.“

Sner­ist um deil­ur milli áhafn­ar skips og Vinnslu­stöðvar­inn­ar

Sig­mar og Helgi segja að rétt sé að taka fram að í um­fjöll­un Kast­ljóss um verðmynd­un sjáv­ar­afla og vís­bend­ing­ar um und­ir­verðlagn­ingu sjáv­ar­afla úr landi hafi því aldrei verið haldið fram að Vinnslu­stöðin í Vest­manna­eyj­um sætti rann­sókn eða lægi und­ir grun um slík brot hjá gjald­eyris­eft­ir­liti Seðlabanka Íslands.

„Þær full­yrðing­ar og sam­særis­brigsl for­stjóra Vinnslu­stöðvar­inn­ar í ít­rekuðum viðtöl­um hans við sjálf­an sig á vef Vinnslu­stöðvar­inn­ar og í grein­um í Morg­un­blaðinu und­an­far­inn mánuð eru annaðhvort hug­ar­burður eða furðuleg­ur mis­skiln­ing­ur hans.

Kast­ljós hafði aldrei upp­lýs­ing­ar um að Vinnslu­stöðin sætti neinni slíkri rann­sókn og hélt því aldrei fram.“

Um­fjöll­un um gagn­rýni sjó­manna á verðmynd­un Vinnslu­stöðvar­inn­ar hafi snú­ist um deil­ur sem komið hefðu upp milli áhafn­ar skips og Vinnslu­stöðvar­inn­ar vegna upp­sjáv­ar­afla sem Vinnslu­stöðin hafi keypt og selt áfram til dótt­ur­fé­lags síns í Rússlandi.

„Aldrei var fjallað um viðskipti Vinnslu­stöðvar­inn­ar með ufsa, eins og for­stjór­inn hef­ur haldið fram, held­ur sner­ist sá þátt­ur um verðmynd­un og skort á gegn­sæi í viðskipt­um Vinnslu­stöðvar­inn­ar eins og kom fram í viðtali við for­ystu­menn stétt­ar­fé­laga sjó­manna, í Eyj­um og á landsvísu, og for­stjóri Vinnslu­stöðvar­inn­ar svaraði.

Deil­ur um fyr­ir­komu­lag fisk­sölu Vinnslu­stöðvar­inn­ar standa í raun enn, sam­an­ber forsíðufrétt Morg­un­blaðsins frá því stuttu fyr­ir jól, og frá­sögn fyrr­ver­andi stjórn­ar­manns í fyr­ir­tæk­inu af ár­ang­urs­laus­um til­raun­um sín­um til að afla svara við þeim.“

Lýs­ing sem fer þvert á raun­veru­leik­ann

Sig­mar og Helgi segja að at­hygl­is­vert sé að verða vitni „að því sam­ráði sem Elín Björg Ragn­ars­dótt­ir og for­stjóri Vinnslu­stöðvar­inn­ar virðast hafa haft um grein­ar­skrif sín, eins og þau lýsa bæði. For­stjór­inn hafði enda, viku áður en grein El­ín­ar Bjarg­ar birt­ist, boðað að stór og mik­il tíðindi væru vænt­an­leg.“

Einkum sé sam­ráðið for­vitni­legt í ljósi þess að grein El­ín­ar Bjarg­ar hafi birst sama dag og til hafi staðið að birta skýrslu um skoðun Rík­is­end­ur­skoðunar á eft­ir­liti Fiski­stofu með veiðum, lönd­un og vinnslu sjáv­ar­af­urða.

„Skýrslu sem bein­lín­is gef­ur stofn­un sem treyst hef­ur verið fyr­ir mik­il­vægu hlut­verki al­gjöra fall­ein­kunn.

Elín Björg Ragn­ars­dótt­ir er ekki bara lögmaður úti í bæ eins og ætla má af grein henn­ar held­ur hef­ur hún starfað sem verk­efna­stjóri hjá þess­ari sömu Fiski­stofu og meðal ann­ars komið fram og haldið ræður um meint öfl­ugt starf sitt og stofn­un­ar­inn­ar við eft­ir­lit. Lýs­ing sem fer þvert á raun­veru­leik­ann sem nú blas­ir við.

Á sama tíma hef­ur hún þó gefið sér tíma til að setj­ast niður með for­stjóra Vinnslu­stöðvar­inn­ar í Vest­manna­eyj­um til að reyna að end­ur­skrifa sjö ára gam­alt viðtal Kast­ljóss við hana.

Það er áhuga­vert, svo ekki sé fast­ar að orði kveðið. En þó kannski svo lýs­andi.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina