„Enn einn sigur“ Samherja

Þorsteinn Már Baldvinsson gengur á fund seðlabankastjóra og bankaráðs Seðlabankans.
Þorsteinn Már Baldvinsson gengur á fund seðlabankastjóra og bankaráðs Seðlabankans. mbl.is/Hari

Álit umboðsmanns Alþing­is, sem birt var á föstu­dag, er „enn einn sig­ur“ Sam­herja í deil­um fyr­ir­tæk­is­ins við Seðlabanka Íslands og staðfest­ir það sem stjórn­end­ur út­gerðar­inn­ar hafa alltaf sagt varðandi fram­göngu stjórn­enda Seðlabank­ans gagn­vart starfs­fólki Sam­herja og fyr­ir­tæk­inu sjálfu.

Þetta seg­ir Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, í ávarpi til starfs­manna út­gerðar­inn­ar sem birt hef­ur verið á vef Sam­herja. Ávarpið hefst á eft­ir­far­andi til­vitn­un:

„Hann er ekki guð og hann er ekki óskeik­ull og hann er ekki dóm­stóll.“

„Þessi for­dæma­lausu orð lét seðlabanka­stjóri hafa eft­ir sér í út­varps­viðtali þann 22. nóv­em­ber 2015, um álit umboðsmanns Alþing­is frá 2. októ­ber sama ár. At­huga­semd­in ber þess keim að seðlabanka­stjóri hafi ekki ætlað sér að bregðast við at­huga­semd­um umboðsmanns um stjórn­sýslu bank­ans og á ótrú­leg­an hátt komst hann upp með það,“ skrif­ar Þor­steinn Már.

Lýsi því hvernig seðlabanka­stjóri líti á vald sitt

Seðlabanka­stjóri hafi þá gert sér grein fyr­ir því að gjald­eyr­is­regl­ur hefðu ekki getað verið grund­völl­ur aðgerða allt frá ár­inu 2011. Á blaðamanna­fundi 21. sept­em­ber 2011 hafi hann látið eft­ir­far­andi orð falla:

Það sem að við höf­um verið að bíða eft­ir og í fyrsta lagi nátt­úru­lega að yrði samþykkt þetta frum­varp á þing­inu, nú ligg­ur það fyr­ir. Vegna þess að þar fáum við miklu traust­ari laga­heim­ild­ir, sko nú er það þannig að það er alltaf um­deilt meðal lög­fræðinga orðið þessa dag­ana hvort þú mátt gera eitt­hvað. Sum­ir segja þú mátt aldrei gera neitt nema það standi ná­kvæm­lega í lög­un­um að þú meg­ir gera það. Aðrir segja, ja, það er ekki bannað og þú hef­ur svona al­menn­ar heim­ild­ir. Út af þessu og þetta er eitt­hvað sem lög­fræðinga­stétt­in á Íslandi þarf að gera upp við sig.

Seg­ir Þor­steinn að þessi til­vitn­un lýsi því ef til vill einnig hvernig seðlabanka­stjóri líti á vald sitt. Til ein­föld­un­ar megi draga gagn­rýni umboðsmanns sam­an með eft­ir­far­andi hætti:

  • Stjórn­end­ur seðlabank­ans vissu að bank­inn gæti ekki sektað, en gerðu það samt.
  • Seðlabank­inn hef­ur ekki beitt meðal­hófi eins og aðrar stofn­an­ir.
  • Seðlabank­inn hef­ur beitt jafn­ræðis­reglu með röng­um hætti.
  • Seðlabank­inn hef­ur veitt umboðsmanni og öðrum rang­ar upp­lýs­ing­ar.
  • Seðlabank­inn leyndi umboðsmann upp­lýs­ing­um.

Þessu til viðbót­ar sé rétt að halda til haga um­mæl­um umboðsmanns Alþing­is í bréfi hans til Seðlabank­ans, 2. októ­ber 2015, þar sem hann hafi sagt að vafa beri að túlka borg­ur­um í hag.

Hóf­lega bjart­sýnn

„Ágætu starfs­menn, álit umboðsmanns Alþing­is er enn einn sig­ur okk­ar og staðfest­ir það sem við höf­um alltaf sagt varðandi fram­göngu stjórn­enda seðlabank­ans gagn­vart starfs­fólki Sam­herja og fyr­ir­tæk­inu sjálfu,“ skrif­ar Þor­steinn Már að lok­um.

„Það verður fróðlegt að sjá grein­ar­gerð bankaráðs til for­sæt­is­ráðherra um fram­göngu stjórn­enda seðlabank­ans gagn­vart Sam­herja og hvort hún geti orðið grund­völl­ur þess að þessu máli ljúki. Ég verð þó að viður­kenna að eft­ir allt sem á und­an hef­ur gengið er ég hóf­lega bjart­sýnn á það og er und­ir það bú­inn að við þurf­um að gera okk­ar skýrslu til for­sæt­is­ráðherra, af nógu er að taka. Stjórn­end­ur seðlabank­ans hafa ít­rekað brotið á okk­ar rétt­ind­um og hef­ur fram­ferði þeirra verið óátalið til þessa. Ég get þó ekki annað en vonað að nú verði breyt­ing á þegar for­sæt­is­ráðherra hef­ur skorist í leik­inn.“

mbl.is