Kleifaberg heldur aftur til veiða

Kleifaberg RE-70 var svipt veiðileyfi í byrjun árs.
Kleifaberg RE-70 var svipt veiðileyfi í byrjun árs. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Frysti­tog­ar­inn Kleif­a­berg RE-70 lagði úr höfn í gær og hef­ur stefn­an verið tek­in á Bar­ents­haf. Skipið var í árs­byrj­un svipt veiðileyfi þar sem talið var að áhöfn­in hefði stundað brott­kast afla.

Greint var svo frá því í Morg­un­blaðinu 21. janú­ar að ákveðið hefði verið að fresta réttaráhrif­um svipt­ing­ar­inn­ar, á meðan kæra Útgerðarfé­lags Reykja­vík­ur er til meðferðar. Tek­ur svipt­ing­in að óbreyttu gildi 15. apríl.

Gleðiefni að skipið haldi aft­ur til veiða

Skipið kom til Ak­ur­eyr­ar­hafn­ar um klukk­an þrjú aðfaranótt þriðju­dags og landaði afla sem met­inn var á 283 millj­ón­ir króna.

„Það er gleðiefni að þetta mikla fiski­skip haldi aft­ur til veiða,“ seg­ir Run­ólf­ur Viðar Guðmunds­son, fram­kvæmda­stjóri ÚR. Fé­lagið fór í kæru sinni fram á að ráðuneytið felli ákvörðun Fiski­stofu úr gildi og er það von fé­lags­ins að sú verði niðurstaðan, enda séu all­ar for­send­ur svipt­ing­ar­inn­ar mjög veik­ar.

„Fram und­an er sá árs­tími sem skipið hef­ur að jafnaði veitt um þriðjung af heild­ar­verðmæti á ári hverju og því er mik­il­vægt að það kom­ist úr höfn. Stefnt er að um 30 daga út­haldi og að skipið komi til baka með full­fermi. Afla­verðmæti eru mik­il og skipta bæði út­gerð og áhöfn mjög miklu máli.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina