Ráðlagður humarafli hrynur frá síðasta ári

Útgefið aflamark hefur ekki náðst síðustu tvö fiskveiðiár.
Útgefið aflamark hefur ekki náðst síðustu tvö fiskveiðiár. Ljósmynd/Kristinn Benediktsson

Haf­rann­sókna­stofn­un ráðlegg­ur að ekki verði veitt meira af humri á þessu ári en sem nem­ur 235 tonn­um, eða aðeins rétt rúm­lega 20% af veiðiráðgjöf síðasta fisk­veiðiárs, og aðeins rúm­lega 11% af ráðgjöf fisk­veiðiárs­ins 2010/​2011.

Stofn­un­in legg­ur enn frem­ur til að veiðar með fiski­botn­vörpu verði bannaðar á af­mörkuðum svæðum í Breiðamerk­ur­djúpi, Horna­fjarðar­djúpi og Lóns­djúpi, til að minnka álag á humarslóð.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu á vef stofn­un­ar­inn­ar. Jafn­framt legg­ur stofn­un­in til að all­ar humar­veiðar verði bannaðar í Jök­ul­djúpi og Lóns­djúpi til vernd­ar upp­vax­andi humri.

Bent er á að stofn­stærð humars í stofn­mæl­ingu hafi lækkað um 20% frá ár­inu 2016. Á sama tíma hafi veiðihlut­fall minnkað úr 1,9% árið 2016 í 1,2% árið 2018.

Minnsti afli frá upp­hafi veiða

Fyr­ir­liggj­andi gögn bendi til þess að nýliðun sé í sögu­legu lág­marki og að ár­gang­ar frá 2005 séu mjög litl­ir. Verði ekki breyt­ing þar á megi bú­ast við áfram­hald­andi minnk­un stofns­ins.

Afli tvö­faldaðist frá ár­inu 2004 til árs­ins 2010 þegar hann náði 2500 tonn­um. Síðan hef­ur afl­inn minnkað og var 728 tonn árið 2018, sem er minnsti afli frá upp­hafi veiða árið 1957. Sókn í stofn­inn hef­ur verið nokkuð stöðug frá ár­inu 2009 en afli á sókn­arein­ingu er nú í sögu­legu lág­marki. Útgefið afla­mark hef­ur ekki náðst síðustu tvö fisk­veiðiár.

Sum­arið 2018 hafi veiðst smár hum­ar í Breiðamerk­ur­djúpi sem reynst hafi vera stór­vax­in kven­dýr en ekki séu merki um aukna nýliðun. Hlut­fall kven­dýra sé þá mjög lágt í humar­veiðum við Ísland sam­an­borið við önn­ur hafsvæði.

Sjá á vef stofn­un­ar­inn­ar.

mbl.is