Sólrún og Camý hættar á Snapchat

Sólrún Diego hefur verið vinsæll þrifa-snappari í tæp þrjú ár.
Sólrún Diego hefur verið vinsæll þrifa-snappari í tæp þrjú ár. mbl.is/Instagram

Sam­fé­lags­miðla­stjörn­urn­ar Sól­rún Diego og Camilla Rut hafa ákveðið að hætta á for­rit­inu Snapchat. Þessu greindu þær frá á út­varps­stöðinni FM957 í gær og einnig á sín­um miðlum.

Þær Sól­rún og Camilla hafa miðlað miklu af sínu efni í gegn­um for­ritið á síðustu árum og öðlast tugþúsund­ir fylgj­enda þar í gegn. Þær hafa nú ákveðið að loka þess­um miðli. Þær eru þó ekki hætt­ar að láta til sín taka á sam­fé­lags­miðlum og munu miðla efni sínu í gegn­um In­sta­gram. 

Eft­ir að In­sta­gram kynnti til sög­unn­ar In­sta­gram stories í ág­úst 2016 hafa marg­ir not­end­ur miðlanna beggja farið að nota In­sta­gram stories meira en Snapchat. Í apríl 2017 voru dag­leg­ir not­end­ur In­sta­gram stories 200 millj­ón­ir en á sama tíma voru dag­leg­ir not­end­ur Snapchat stories aðeins 166 millj­ón­ir. 

Camilla Rut.
Camilla Rut. skjá­skot/​In­sta­gram
mbl.is