Virði auðlindarinnar stóraukist

Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar.
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þor­steinn Víg­lunds­son, þingmaður Viðreisn­ar, seg­ir ljóst að mik­ill ávinn­ing­ur hafi hlot­ist af kvóta­kerf­inu og að af­koma út­gerðar­inn­ar hafi batnað veru­lega. Þetta kem­ur fram á Face­book-síðu þing­manns­ins. Grein­in beri höfuð og herðar yfir aðrar at­vinnu­grein­ar hvað varðar arðsemi, fjár­hags­leg­an styrk­leika og aðgengi að hag­kvæmu er­lendu láns­fjár­magni. Þetta hafi orðið til stór­auk­inn­ar fjár­fest­ing­ar sjáv­ar­út­veg­ar­ins í óskyld­um at­vinnu­rekstri.

„Það gleym­ist hins veg­ar í þessu sam­hengi að um leið hef­ur virði hinn­ar sam­eig­in­legu auðlind­ar þjóðar­inn­ar stór­auk­ist. Nú­ver­andi rík­is­stjórn virðist ekki telja svo held­ur taldi nauðsyn­legt að lækka veiðigjöld á sama tíma og þessi þróun er að eiga sér stað. Það er auðvitað hjákát­legt að halda því fram að út­gerðin geti ekki greitt eðli­legt verð fyr­ir aðgang að sam­eig­in­legri auðlind lands­manna á sama tíma og hún er að kaupa upp at­vinnu­lífið.“

Því til viðbót­ar seg­ir Þor­steinn tví­skinn­ung í mál­flutn­ingi út­gerðar­inn­ar sem beiti sér gegn inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið og upp­töku evru. Á sama tíma sé grein­in í for­rétt­inda­stöðu gagn­vart öðrum fyr­ir­tækj­um þegar komi að aðgengi að er­lendu láns­fjár­magni og vaxta­kostnaði.

mbl.is