Hefðu átt að halda þjóðaratkvæði

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að hugur hennar standi ekki til …
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að hugur hennar standi ekki til þess að sækjast eftir inngöngu í Evrópusambandið. mbl.is/Eggert

Halda hefði átt þjóðar­at­kvæði áður en sótt var um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið árið 2009 og röng ákvörðun var að fella þings­álykt­un­ar­til­lögu þess efn­is. Þetta sagði Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra í umræðum á Alþingi í dag þar sem hún brást við fyr­ir­spurn frá Sig­mundi Davíð Gunn­laugs­syni, for­manni Miðflokks­ins.

„Þegar við sótt­um um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu 2009, meðal ann­ars með mínu at­kvæði, var lögð fram til­laga um að þjóðar­at­kvæðagreiðsla skyldi hald­in áður en slík um­sókn yrði lögð fram. Sú til­laga var felld og ég hef sagt það seinna meir að það hefði verið öll­um til góða að samþykkja þá til­lögu og ráðast í slíka þjóðar­at­kvæðagreiðslu áður en ákveðið var að sækja um aðild,“ sagði Katrín enn frem­ur og bætti við:

„Mín skoðun er sú að það hefði verið betra, að það hafi ekki verið rétt ákvörðun hjá okk­ur, sem þó stóðum að því að fella þá til­lögu, að fella hana. Það er stór­mál, meiri hátt­ar mál, að ákveða að fara í slík­ar aðild­ar­viðræður og því vil ég segja hátt­virt­um þing­manni að ég hef sagt það síðan, eft­ir að hafa ígrundað þessi mál og farið yfir þau tölu­vert vel, ekki síst á vett­vangi minn­ar hreyf­ing­ar, að ég myndi telja óráð að ráðast í slíka um­sókn á nýj­an leik án þess að fram færi þjóðar­at­kvæðagreiðsla.“

Minn vilji stend­ur ekki til þess

Sig­mund­ur boðaði þingálykt­un­ar­til­lögu þar sem fagnað yrði því að um­sókn­in um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið hefði verið dreg­in til baka í for­sæt­is­ráðherratíð hans með bréfi þáver­andi ut­an­rík­is­ráðherra Gunn­ars Braga Sveins­son­ar til sam­bands­ins. Enn frem­ur að þar yrði áréttað að ekki yrði sótt aft­ur um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið án þess að það væri borið und­ir þjóðina. Spurði hann hvort Katrín gæti ekki tekið und­ir það.

„Ég ætla að láta mér nægja að segja að ef þessi þingsal­ur gæti sam­mælst um að leita leiðsagn­ar þjóðar­inn­ar áður en nýj­ar ákv­arðanir eru tekn­ar held ég að það væri far­sælt fyr­ir þjóðina. Sjálf hef ég ekki breytt þeirri skoðun að ég tel enga ástæðu til þess að sækja um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu. En ég hef líka alltaf lýst þeirri skoðun að ég er reiðubú­in að leita leiðsagn­ar þjóðar­inn­ar ef vilji þings­ins stend­ur til þess að fara aft­ur í þessa veg­ferð. Minn vilji stend­ur ekki til þess.“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Miðflokks­ins. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
mbl.is