Arnarlax yfirfari verklag

Orsök tjónsins reyndist vera galli í framleiðslu nótarpokans, sem leiddi …
Orsök tjónsins reyndist vera galli í framleiðslu nótarpokans, sem leiddi til þess að átak á hann varð rangt, samkvæmt niðurstöðum eftirlits Matvælastofnunar. mbl.is/Helgi Bjarnason

Mat­væla­stofn­un seg­ir að Arn­ar­lax hafi brugðist rétt við þegar gat upp­götvaðist á sjókví fyr­ir­tæk­is­ins í Arnar­f­irði 22. janú­ar síðastliðinn, en ger­ir kröfu um að fyr­ir­tækið yf­ir­fari verklag til þess að fyr­ir­byggja að sam­bæri­legt tjón eigi sér aft­ur stað.

Or­sök tjóns­ins reynd­ist vera galli í fram­leiðslu nótar­pok­ans, sem leiddi til þess að átak á hann varð rangt, sam­kvæmt niður­stöðum eft­ir­lits Mat­væla­stofn­un­ar.

„Gatið upp­götvaðist við skoðun kafara á nótar­poka. Ekki er vitað hvenær gatið myndaðist en síðasta skoðun kafara áður en tjón kom í ljós var 3. des­em­ber. Eng­inn eld­islax hef­ur veiðst í net sem lögð voru af Arn­ar­laxi í sam­ráði við Fiski­stofu,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá Mat­væla­stofn­un.

Viðbragðsáætl­un fyr­ir­tæk­is­ins var virkjuð og til­kynn­ing barst Mat­væla­stofn­un og Fiski­stofu sama dag og tjónið upp­götvaðist. Viðbragðsáætl­un var aðgengi­leg á eld­is­svæði og starfs­menn eld­is­ins höfðu fengið viðeig­andi þjálf­un, sam­kvæmt til­kynn­ing­unni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina