Iðrast orða sinna um skólaverkföll

Nemendur víða í Evrópu hafa undanfarið farið í verkföll frá …
Nemendur víða í Evrópu hafa undanfarið farið í verkföll frá skóla til að krefjast þess að yfirvöld leggi aukna áherslu á baráttuna gegn loftslagsbreytingum. Hér mótmæla nemendur í Lausanne í Sviss. AFP

Joke Schau­vlie­ge, einn fjög­urra um­hverf­is­ráðherra Belg­íu, seg­ist nú iðrast þeirra full­yrðinga sinna að leyniþjón­ust­ur lands­ins hefðu sann­an­ir um að ónefnd öfl stæðu á bak við lofts­lags­verk­föll nem­enda í land­inu.

Guar­di­an seg­ir Schau­vlie­ge, sem er einn af ráðherr­um Flæm­ingja, hafa sætt harðri gagn­rýni fyr­ir þessa full­yrðingu sína, en hún gaf í skyn að mót­mæl­in væru „sviðsett“ og að meira væri á bak við þau en „sjálfsprott­in sam­sstaða“.

„Ég veit hverj­ir standa á bak við þessa hreyf­ingu, bæði mót­mæl­in á sunnu­dag og svo þeirra sem skrópa,“ sagði Schau­vlie­ge á fundi með bænd­um. „Ég hef líka fengið upp­lýs­ing­ar um það frá leyniþjón­ust­unni.“

Joke Schauvliege, einn fjögurra umhverfisráðherra Belgíu, segir orðin hafa fallið …
Joke Schau­vlie­ge, einn fjög­urra um­hverf­is­ráðherra Belg­íu, seg­ir orðin hafa fallið í hita augna­bliks­ins. AFP

Þessi full­yrðing leiddi til þess fá­heyrða viðburðar að belg­íska leyniþjón­ust­an, sem sjald­an tjá­ir sig, sá til til­neydda til að neita staðhæf­ing­unni.

„Við höf­um ekki veitt Schau­vlie­ge nein­ar upp­lýs­ing­ar um þetta, hvorki munn­lega né skrif­lega,“ sagði í yf­ir­lýs­ing­unni.

Hvött til af­sagn­ar

Tug­ir þúsunda belg­ískra skóla­barna hafa á und­an­förn­um vik­um farið í verk­fall frá skóla til að hvetja stjórn­völd til aðgerða gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Hug­mynd­ina sækja börn­in til hinn­ar 15 ára gömlu sænsku Gretu Thun­berg  sem frá því í haust hef­ur staðið fyr­ir utan sænska þing­húsið hvern föstu­dag til að mót­mæla aðgerðal­eysi stjórn­valda.

Schau­vlie­ge, sem er þingmaður flæmska kristi­lega demó­krata­flokks­ins, seg­ist sjá eft­ir orðum sín­um og kveður þau hafa fallið í hita augna­bliks­ins. Hún hafi gengið of langt, en ekki logið.

Þing­menn bæði Græn­ingja­flokks­ins og hægri öfga­flokks­ins Vla­ams Belag hafa hvatt hana til að segja af sér, en vax­andi óánægju gæt­ir nú í Belg­íu með það hversu illa stjórn­völd­um geng­ur að bregðast við kalli barn­anna um að taka sig á í aðgerðum gegn lofts­lags­breyt­ing­um.

An­una De Wever er 18 ára flæmsk­ur námsmaður og sú sem boðaði fyrst til skóla­verk­falls­ins. Hún sagði full­yrðing­ar Schau­vlie­ge ekki sann­ar og að þær séu „móðgun við æsk­una“.

„Það er skrýtið að ráðherra geti logið um svona nokkuð,“ sagði hún. „Get­um við hætt að ef­ast um hreyf­ing­una? Ég vona enn að hún vilji vinna með okk­ur að metnaðarfyllri lofts­lags­áætl­un.“

mbl.is