Skýringar á uppsögn standist ekki

Fyrirtækin hafa haft aðsetur í Verinu, vísindagörðum á Sauðárkróki.
Fyrirtækin hafa haft aðsetur í Verinu, vísindagörðum á Sauðárkróki. Helgi Bjarnason

Jón Eðvald Friðriks­son, fyrr­ver­andi stjórn­ar­formaður Iceproteins ehf. og Prot­is ehf., skor­ar á FISK-Sea­food ehf. og Kaup­fé­lag Skag­f­irðinga að end­ur­skoða ákvörðun sína um upp­sögn dr. Hólm­fríðar Sveins­dótt­ur, fv. fram­kvæmda­stjóra Prot­is, um síðustu helgi. Þetta kem­ur fram í grein hans á vef Feyk­is, sem virðist svar við grein Friðbjörns Ásbjörns­son­ar, fram­kvæmda­stjóra FISK-Sea­food, um málið frá því í gær.

FISK-Sea­food festi kaup á hluta­fé í rann­sókn­ar- og þró­un­ar­fyr­ir­tæk­inu Iceprotein árið 2012 og árið 2015 var fé­lagið Prot­is stofnað í því skyni að halda utan um fram­leiðslu og markaðssetn­ingu. Málið hef­ur vakið at­hygli, ekki síst í ljósi þess að Hólm­fríður er marg­verðlaunuð á sínu sér­sviði. FISK-Sea­food er í eigu Kaup­fé­lags Skag­f­irðinga.

Jón Eðvald Friðriksson, fyrrverandi stjórnarformaður Iceproteins og Protis.
Jón Eðvald Friðriks­son, fyrr­ver­andi stjórn­ar­formaður Iceproteins og Prot­is. mbl.is/​Hafþór Hreiðars­son

 

Prot­is er ís­lenskt líf­tæknifyr­ir­tæki sem sér­hæf­ir sig í þróun, fram­leiðslu og sölu á líf­virku fisk­pró­tíni úr villt­um ís­lensk­um þorski. Hlut­verk fyr­ir­tæk­is­ins er að skapa verðmæti með því að þróa og markaðssetja heilsu­vör­ur úr ís­lensku hrá­f­efni, sem aflað og unnið er á sjálf­bær­an hátt, fyr­ir viðskipta­vini sem leita eft­ir hágæða nátt­úru­leg­um vör­um, að því er fram kem­ur á vef fyr­ir­tæk­is­ins.

Hagnaður af rekstri fyr­ir­tækj­anna 

Í grein sinni kvað Friðbjörn ástæðu upp­sagn­ar­inn­ar vera rekstr­ar­lega. Vís­indastarf af þeim toga sem um ræddi hjá Prot­is tæki til sín mikið fé og ta­prekst­ur und­an­far­inna ár mæld­ist í hundruðum millj­óna króna þegar allt væri talið.

Jón Eðvald rek­ur í grein sinni rekstr­arniður­stöður ár­anna 2013-2017 og seg­ir að sam­an talið hafi hagnaður Iceproteins á ár­un­um 2013 til 2017 verið 7,5 millj­ón­ir króna, en nokk­ur ár­anna var ta­prekst­ur. „Heild­ar­tekj­ur þessi ár voru kr. 276,8 millj­ón­ir og sam­an­stóðu af tekj­um af seldri þjón­ustu, styrkj­um frá op­in­ber­um aðilum og sjóðum, auk styrks úr þró­un­ar­sjóði KS til ein­stakra verk­efna eða búnaðar­kaupa,“ seg­ir Jón Eðvald.

Jón Eðvald seg­ir að tap hafi verið á rekstri Prot­is árið 2016 en hagnaður árið eft­ir. Sé af­koma fyr­ir­tækj­anna beggja lögð sam­an sé þó hagnaður af rekstr­in­um 2,6 millj­ón­ir króna. Eigið fé Iceproteins hafi í árs­lok 2017 verið 22,6 millj­ón­ir og eigið fé Protís verið nei­kvætt að fjár­hæð 4,3 millj­ón­ir króna.

Freisti þess að fá Hólm­fríði til starfa á ný

Jón Eðvald vek­ur at­hygli á því að kostnaður við vöruþróun og markaðsmál hafi verið gjald­færður öll árin og því séu ekki nein­ar eign­ir skráðar í efna­hags­reikn­ingi fé­lag­anna, sem ekki séu áþreif­an­leg­ar.

Dr. Hólmfríður Sveinsdóttir við störf hjá Protis og Iceprotein.
Dr. Hólm­fríður Sveins­dótt­ir við störf hjá Prot­is og Iceprotein.

„Færa má sterk rök fyr­ir því að ef sú leið hefði verið val­in að halda full­um dampi í rekstri fyr­ir­tækj­anna og þeim mannauði, þekk­ingu og búnaði sem þar var til staðar, hefði eig­and­inn þ.e. FISK-Sea­food ehf., ef hann hefði svo kosið, við sölu og eða sam­ein­ingu fyr­ir­tækj­anna við önn­ur fyr­ir­tæki, fengið sinn eign­ar­hlut met­inn upp á tugi eða hundruð millj­óna,“ seg­ir hann.

„Ég hef verið stjórn­ar­formaður þess­ara fyr­ir­tækja þann tíma sem um ræðir fram í nóv­em­ber á síðasta ári og vil því skora á stjórn­ir FISK og KS að taka þessa ákvörðun til end­ur­skoðunar og freista þess að fá dr. Hólm­fríði Sveins­dótt­ur til þess að taka við kefl­inu aft­ur og efla þessi fyr­ir­tæki enn frek­ar til hags­bóta fyr­ir íbúa þessa héraðs,“ seg­ir Jón Eðvald.

mbl.is