Enn ríkir óvissa um loðnuvertíð

Hoffellið frá Fáskrúðsfirði á loðnuveiðum fyrir tveimur árum, en skipið …
Hoffellið frá Fáskrúðsfirði á loðnuveiðum fyrir tveimur árum, en skipið leitar nú fyrir sér á kolmunnaslóð vestur af Írlandi. mbl.is/Börkur Kjartansson

Enn hef­ur ekki mælst það mikið af loðnu að gef­inn verði út upp­hafskvóti á vertíðinni. Fiski­fræðing­ar og full­trú­ar út­gerða upp­sjáv­ar­fyr­ir­tækja ræddu mál­in á fund­um í gær þar sem farið var yfir stöðuna, fram­hald leit­ar og ýms­ar sviðsmynd­ir rædd­ar um göngu loðnunn­ar.

Þor­steinn Sig­urðsson, sviðsstjóri upp­sjáv­ar­sviðs Haf­rann­sókna­stofn­un­ar, seg­ir að rann­sókna­skipið Árni Friðriks­son haldi loðnhuleit áfram eft­ir helgi, en skipið var inni á Eskif­irði í gær.

Pol­ar Amar­oq er vænt­an­legt til hafn­ar í dag, eft­ir að hafa leitað loðnu fyr­ir Norður­landi og Aust­fjörðum síðustu daga. Eitt veiðiskip­anna verður einnig við leit í næstu viku í sam­starfi Haf­rann­sókna­stofn­un­ar og út­gerða upp­sjáv­ar­skipa.

Loðnu­leit hef­ur meira og minna staðið yfir síðan 4. janú­ar, en nokkr­ar frá­taf­ir hafa orðið vegna brælu, að því er fram kem­ur í frétta­skýr­ingu um loðnu­veiðarn­ar í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: