Ísland í samkeppni við Kísildalinn

Ingi Björn Sigurðsson, verkefnastjóri hjá Icelandic Startups.
Ingi Björn Sigurðsson, verkefnastjóri hjá Icelandic Startups. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ný­sköp­un hef­ur aldrei verið mik­il­væg­ari en nú, seg­ir Ingi Björn Sig­urðsson, verk­efna­stjóri hjá Icelandic Startups, en fyr­ir­tækið stend­ur nú fyr­ir viðskipta­hraðlin­um „Til sjáv­ar og sveita“. Hraðall­inn er sá fyrsti hér á landi til að bein­ast að nýj­um lausn­um og sjálf­bærri verðmæta­sköp­un í land­búnaði og sjáv­ar­út­vegi.

Þetta verður fimmtándi hraðall­inn hjá okk­ur í Icelandic Startups, en þetta er í fyrsta sinn sem við ein­beit­um okk­ur aðeins að ný­sköp­un í ís­lensk­um land­búnaði og sjáv­ar­út­vegi. Þegar höf­um við keyrt „Startup Reykja­vík“ nokkr­um sinn­um frá ár­inu 2012, „Startup Energy“, sem fer aft­ur í gang núna í vor og loks „Startup Tourism“, sem er í gangi ein­mitt núna,“ seg­ir Ingi Björn í sam­tali við 200 míl­ur.

Hann hef­ur að und­an­förnu ferðast vítt og breitt um landið og haldið kynn­ing­ar­fundi um þenn­an nýja hraðal.

„Það hef­ur væg­ast sagt gengið virki­lega vel og viðtök­urn­ar hafa farið fram úr okk­ar björt­ustu von­um. Það hef­ur verið nán­ast fullt út úr dyr­um alls staðar þar sem við höf­um farið og tug­ir um­sókna hafa þegar borist,“ bæt­ir hann við, en um­sókn­ar­frest­ur renn­ur út fimmtu­dag­inn 21. fe­brú­ar.

„Við erum því mjög bjart­sýn og það er sér­stak­lega skemmti­legt að heyra frá öllu þessu fólki sem við höf­um ekki endi­lega haft mikla snert­ingu við áður, þar sem hraðlarn­ir okk­ar hafa beinst í aðrar átt­ir til þessa. Í raun má segja að við séum að opna nýja glugga sem hingað til hafa verið lokaðir.“

„Það er verið að finna leiðir til að nýta auðlindirnar …
„Það er verið að finna leiðir til að nýta auðlind­irn­ar og hrá­efnið bet­ur,“ seg­ir Ingi Björn. Ljós­mynd/Þ​röst­ur Njáls­son

Nýta auðlind­ir og hrá­efni bet­ur

„Við finn­um einnig fyr­ir mik­illi undiröldu í báðum þess­um geir­um og það hef­ur síðustu miss­er­in gerst oft á dag að við fáum hring­ing­ar frá fólki sem ým­ist er með hug­mynd­ir að nýju fyr­ir­tæki eða komið með sitt eigið fyr­ir­tæki af stað. Allt sem teng­ist mat er að taka stór­kost­leg­um breyt­ing­um í dag og við meg­um ekki láta okk­ar eft­ir liggja hvað þessa þróun varðar. Þetta eru spenn­andi tím­ar.“

Spurður hvað í þess­um hug­mynd­um fel­ist seg­ir Ingi Björn að ný­sköp­un­in geti komið fram á marg­vís­leg­an máta.

„Það er verið að finna leiðir til að nýta auðlind­irn­ar og hrá­efnið bet­ur, finna nýja mark­hópa og loks verið að búa til tækni sem ger­ir ferlið frá upp­runa til neyt­anda skil­virk­ara. Mark­miðið um aukna sjálf­bærni leik­ur svo auðvitað lyk­il­hlut­verk í þessu öllu. Hug­mynd­irn­ar sem við fáum á okk­ar borð snú­ast til að mynda að miklu leyti um að nýta ein­hver hrá­efni sem í dag er kastað til hliðar við vinnslu afurða.“

Nán­ari um­fjöll­un um viðskipta­hraðal­inn er að finna í sjáv­ar­út­vegs­blaði 200 mílna, sem fylgdi Morg­un­blaðinu á föstu­dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: