Banna sólarvarnir sem skemma rifin

Kafað á kóralrifjunum við Florida Keys.
Kafað á kóralrifjunum við Florida Keys. Ljósmynd/Ferðamálaráð Florida Keys

Sól­dýrk­end­ur á Florida Keys-eyja­klas­an­um munu inn­an skamms ekki geta nálg­ast nokkr­ar vin­sæl­ar teg­und­ir sól­ar­varna. Borg­ar­ráð Key West samþykkti í síðustu viku að banna þau krem sem notuð eru til sól­ar­varna og inni­halda tvö efni, oxy­benzo­ne og oct­in­oxa­te, sem sannað er að skaði kór­alrif­in.

Bannið mun taka gildi í janú­ar árið 2021. Þar í frá verður bannað að selja vör­ur sem inni­halda efn­in tvö inn­an borg­ar­mark­anna. Fyr­ir­mynd­in að bann­inu kem­ur frá Hawaii en þar hafa sam­bæri­leg­ar vör­ur nú þegar verið bannaðar.

„Í mín­um huga er þetta mjög ein­falt mál,“ seg­ir Teri Johnst­on, borg­ar­stjóri Key West. „Það eru þúsund­ir teg­unda af sól­ar­vörn­um til en við eig­um bara eitt kór­alrif.“

Johnst­on minnti á að kór­alrif­in við Florida Keys eru þau stærstu við meg­in­land Banda­ríkj­anna. Kór­alrif­in eru ekki aðeins mik­il­væg öllu líf­ríki hafs­ins held­ur byggj­ast helstu at­vinnu­grein­ar, s.s. fisk­veiðar og ferðamennska, á heil­brigði þeirra.

mbl.is