Setja þurfi skilyrði fyrir stækkun

Í eldisstöðinni í Landssveit og í nýju stöðinni í Grindavík …
Í eldisstöðinni í Landssveit og í nýju stöðinni í Grindavík hefur Matorka einkum ræktað bleikju. Ljósmynd/Óli Haukur Mýrdal

Skipu­lags­stofn­un hef­ur gefið út álit sitt á mati á um­hverf­isáhrif­um fyr­ir­hugaðrar stækk­un­ar fisk­eld­is Matorku úr 3.000 tonn­um í 6.000 tonn að Húsatóft­um í Grinda­vík­ur­bæ. Skipu­lags­stofn­un tel­ur að setja verði ákveðin skil­yrði fyr­ir veit­ingu leyf­is fyr­ir stækk­un.

Í álit­inu er fjallað um áhrif fram­kvæmd­ar­inn­ar á jarðmynd­an­ir, líf­ríki í fjöru, fugla og grunn­vatn. Tel­ur Skipu­lags­stofn­un mik­il­vægt að fylgst verði með ástandi líf­rík­is í fjöru, ástandi viðtaka og grunn­vatns­stöðu og brugðist við með viðeig­andi hætti ef áhrif fram­kvæmd­ar­inn­ar verði meiri en áætlað er. Skipu­lags­stofn­un tel­ur þó að með fyr­ir­huguðum mót­vægisaðgerðum sé hægt að draga úr nei­kvæðum um­hverf­isáhrif­um fram­kvæmd­ar­inn­ar. Þá tel­ur stofn­un­in að við leyf­is­veit­ing­ar þurfi að setja skil­yrði um vökt­un grunn­vatns og viðbrögð við áhrif­um vatnstöku á grunn­vatns­borð.

Sjá nán­ar hér

mbl.is