Sex skip voru við loðnuleit

Rannsóknaskipið Árni Friðriksson.
Rannsóknaskipið Árni Friðriksson.

Tvö norsk veiðiskip hafa bæst í hóp skipa sem leita loðnu við landið og í gær voru sex skip við loðnu­leit. Langt er síðan slík­ur fjöldi skipa hef­ur tekið þátt í verk­efni sem þessu ef þá nokk­urn tím­ann.

Þá hafa Norðmenn ekki tekið þátt í leit að loðnu við landið fyrr en nú, en verði veiðikvóta út­hlutað þá er í gildi samn­ing­ur um veiðar þeirra við landið.

Þor­steinn Sig­urðsson, sviðsstjóri upp­sjáv­ar­sviðs á Haf­rann­sókna­stofn­un, sagði í gær að staðan yrði met­in um leið og upp­lýs­ing­ar bær­ust. „Við ger­um okk­ur grein fyr­ir því eins og aðrir að tím­inn vinn­ur ekki með okk­ur. Ef ein­hverj­ar vís­bend­ing­ar koma um betra ástand en áður hef­ur verið talið mun­um við bregðast hratt við,“ seg­ir Þor­steinn m.a. í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: