Sjóveðurfréttirnar halda enn gildi sínu

Elín segir veðurfræðinga vel meðvitaða um gildi sjóveðurspáa fyrir sjófarendur. …
Elín segir veðurfræðinga vel meðvitaða um gildi sjóveðurspáa fyrir sjófarendur. Litið sé á sjóveðurfréttir sem öryggistæki. Ljósmynd/Þröstur Njálsson

Sjó­veður­frétt­ir hafa frá ára­mót­um verið lesn­ar klukk­an 5.03 að morgni á Rás 1 í Rík­is­út­varp­inu, að lokn­um út­varps­frétt­um sem send­ar eru út klukk­an fimm. Áður voru sjó­veður­frétt­irn­ar lesn­ar klukk­an 4.30 en með þess­um breyt­ing­um verða all­ir veður­frétta­tím­ar í kjöl­far út­varps­frétta á RÚV.

Elín Björk Jón­as­dótt­ir, fag­stjóri al­mennr­ar veðurþjón­ustu hjá Veður­stofu Íslands, seg­ir að veður­frétta­tím­inn klukk­an 4.30 hafi að vissu leyti skorið sig úr.

„Hann var ekki bein­lín­is í neinu aug­ljósu plássi og þetta hentaði bæði okk­ur og Rík­is­út­varp­inu að hnika hon­um til um þenn­an rúma hálf­tíma,“ seg­ir hún í sam­tali við 200 míl­ur. „Gögn­in ber­ast okk­ur enn á sama tíma og áður og spá­in er sömu­leiðis unn­in með sama hætti eft­ir þessa breyt­ingu, og fer áfram út á vef­inn á sama tíma.“

Áreiðan­legri en líkön­in

Ætla má að sjófar­end­ur reiði sig mest allra á veður­spár og -frétt­ir og seg­ir Elín Björk að ít­rekað komi fram í könn­un­um Veður­stof­unn­ar að litið sé á sjó­veður­frétt­ir í út­varpi sem ör­ygg­is­tæki.

„Þegar allt annað dett­ur út, síma­sam­band og netteng­ing, þá skipt­ir máli að geta nálg­ast upp­lýs­ing­arn­ar eft­ir þess­um leiðum,“ seg­ir hún og bæt­ir við að ekki standi til að af­nema texta­veður­spárn­ar, þó þeim hafi verið fækkað úr fjór­um í tvær á sól­ar­hring fyr­ir fá­ein­um árum.

„Við höf­um oft fengið að heyra að í vond­um veðrum séu veður­spárn­ar sem veður­fræðing­arn­ir gefa út, upp­lesn­ar eða í texta­formi, áreiðan­legri en sjálf líkön­in. Það end­ur­spegl­ar það sem við á Veður­stof­unni vit­um, að líkön­in hafa vissa ann­marka inni á landi, og við ger­um ráð fyr­ir að þeir séu einnig til staðar úti á sjó.“

Hún seg­ir veður­fræðinga Veður­stof­unn­ar vel meðvitaða um gildi sjó­veður­spáa fyr­ir sjófar­end­ur.

„Sjó­veður­frétt­irn­ar halda enn þá gildi sínu og eru kannski þær sem eru mest viðeig­andi til upp­lest­urs, þar sem fólk er al­mennt farið að skoða veður­kortið sjálft á vefn­um, í stað þess að bíða fregna. Sjó­veður­spá­in hef­ur þess vegna þessa sér­stöðu.“

Nán­ar var rætt við El­ínu í sjáv­ar­út­vegs­blaði 200 mílna, sem fylgdi Morg­un­blaðinu 8. fe­brú­ar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: