Björguðu risavöxnum „ketti“ úr tré

Fjallaljónið klifraði upp í tré og sat fast á grein …
Fjallaljónið klifraði upp í tré og sat fast á grein í um 15 metra hæð. Ljósmynd/Twitter

Að bjarga kött­um niður úr trjám er fyr­ir löngu orðinn hluti af viður­kennd­um verka­hring slökkviliðsmanna um all­an heim. Slökkviliðsmenn í borg­inni San Bern­ar­dino í Kali­forn­íu voru beðnir um að bjarga ein­um slík­um síðastliðinn laug­ar­dag, en út­kallið var frek­ar óhefðbundið þar sem um held­ur stórt katt­ar­dýr var að ræða.

Kis­inn reynd­ist vera fjalla­ljón sem hafði klifrað upp í tré og komið sér fyr­ir á grein í um 15 metra hæð. Maður sem var að sinna garðvinnu á svæðinu tók eft­ir að fjalla­ljónið var í sjálf­heldu og kallaði því eft­ir aðstoð slökkviliðsins.

„Það er nokkuð al­gengt að ung fjalla­ljón ráfi inn í byggðir til að reyna að marka sér svæði,“ seg­ir Kevin Brenn­an, líf­fræðing­ur hjá Nátt­úru- og dýra­lífs­stofu Kali­forn­íu.

Svæðið var girt af áður en slökkviliðsmenn­irn­ir lögðu stiga að trénu, deyfðu dýrið og hífðu það niður með beisl­um. Allt gekk eins og í sögu, þökk sé skjót­um viðbrögðum slökkviliðsins, og fjalla­ljón­inu var hleypt aft­ur út í óbyggðir í ná­grenn­inu.

Frétt BBC

Fjallaljónið er líklega stærsti „köttur“ sem slökkviliðsmenn í San Bernardino …
Fjalla­ljónið er lík­lega stærsti „kött­ur“ sem slökkviliðsmenn í San Bern­ar­dino hafa bjargað á ferl­in­um. Ljós­mynd/​Twitter
mbl.is