„Vonin minnkar með hverjum deginum“

Horft út á haf á síðustu vertíð, þar sem skipin …
Horft út á haf á síðustu vertíð, þar sem skipin voru að loðnuveiðum. mbl.is/RAX

„Mér líst ekk­ert á þetta,“ seg­ir Gunnþór Ingva­son, fram­kvæmda­stjóri Síld­ar­vinnsl­unn­ar, spurður hvernig hann meti lík­urn­ar á því að kvóti verði gef­inn út fyr­ir loðnu­veiðar á næstu vik­um.

Rétt rúmt ár er síðan Haf­rann­sókna­stofn­un lagði til að heild­arkvót­inn á þeirri loðnu­vertíð sem þá stóð yfir yrði 285 þúsund tonn, og bætti þannig 77 þúsund tonn­um við upp­hafskvót­ann sem gef­inn var út haustið 2017. Nú, ári síðar, horf­ir öðru­vísi við og enn hef­ur eng­inn loðnu­kvóti verið gef­inn út fyr­ir yf­ir­stand­andi fisk­veiðiár. Ástæðan er sú að lítið hef­ur mælst af loðnu á miðunum við landið.

Virðist vera mjög dreifð

Fimm skip eru við loðnu­leit við aust­an- og norðan­vert Ísland, í von um að lág­marks­magn af loðnu mæl­ist, til þess að gefa megi út upp­hafskvóta. Þor­steinn Sig­urðsson, sviðsstjóri upp­sjáv­ar­sviðs á Haf­rann­sókna­stofn­un, sagði við Morg­un­blaðið í gær að of snemmt væri að slá nokkru föstu. Hann var þó ekki ýkja bjart­sýnn á að draga muni til tíðinda við leit­ina.

Mið þessi, sem nú eru þrædd í leit að loðnu, hafa nokkr­um sinn­um verið þrædd í vet­ur í þessu sama skyni. Sagt var frá því í Morg­un­blaðinu á laug­ar­dag­inn að sex skip stæðu í ströngu við leit aust­an við landið og að ann­ar eins fjöldi skipa við þessa iðju væri fá­heyrður.

„Menn freista þess núna að halda norður og svo vest­ur, en það hafa auðvitað verið vís­bend­ing­ar um að loðnan hafi und­an­far­in ár verið að koma mun seinna norður en áður. Hún virðist vera mjög dreifð hérna úti fyr­ir Aust­ur­landi – það er víða loðna en hún virðist ekki vera í neinni samþjöpp­un og hún hef­ur ekki mælst í því magni sem þarf til að geta opnað á veiði,“ seg­ir Gunnþór í sam­tali við 200 míl­ur.

Af­leiðing­arn­ar gíf­ur­leg­ar

Gunnþór segist telja að töluvert vanti upp á magn loðnu …
Gunnþór seg­ist telja að tölu­vert vanti upp á magn loðnu í mæl­ing­um til að hægt verði að gefa út kvóta.

Aðspurður seg­ist Gunnþór telja að ekki verði gef­inn út loðnu­kvóti í bráð, eins og staðan horf­ir við hon­um núna. „Nei, því miður. Ég held að það vanti tölu­vert upp á það, þó að fiski­fræðing­arn­ir viti það ef­laust bet­ur en ég. En von­in minnk­ar með hverj­um deg­in­um, það er bara þannig.“

Verði eng­inn kvóti gef­inn út seg­ir hann að af­leiðing­arn­ar verði gíf­ur­leg­ar fyr­ir mörg sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki, fólkið sem hjá þeim starfar og sömu­leiðis rík­is­sjóð.

„Hundrað þúsund tonn af loðnu gefa rík­is­sjóði senni­lega fjóra og hálf­an millj­arð í bein­ar tekj­ur, sem er einn þriðji af jarðgöng­un­um hérna. Þá er ótalið allt fólkið sem er að vinna við þetta og stól­ar á veiðarn­ar. Sjó­menn­irn­ir og land­verka­fólkið. Svo eru það sveita­sjóðir þess­ara stærstu upp­sjáv­ar­plássa. Þetta kem­ur því mjög víða niður,“ seg­ir hann.

„En, leit­in held­ur áfram fyr­ir norðan og vest­an og við von­um að það komi eitt­hvað út úr því.“

mbl.is