Helsta vonin að loðna finnist fyrir norðan

Loðnan sýnir sig ekki.
Loðnan sýnir sig ekki.

Loðnu­leit verður haldið áfram norður með Aust­fjörðum og vest­ur með Norður­landi næstu daga. Áætlað var að rann­sókna­skipið Árni Friðriks­son og Pol­ar Amar­oq héldu úr höfn í gær­kvöldi, en þriðja leit­ar­skipið, Ásgrím­ur Hall­dórs­son SF, var aust­ur af Langa­nesi síðdeg­is í gær.

Norsku skip­in Roald­sen og Aker­öy tóku þátt í leit­inni fyr­ir aust­an um helg­ina, en þátt­töku þeirra er lokið.

Að sögn Þor­steins Sig­urðsson­ar, sviðsstjóra upp­sjáv­ar­sviðs á Haf­rann­sókna­stofn­un, hef­ur verið farið yfir stórt svæði úti fyr­ir Suðaust­ur- og Aust­ur­landi síðustu daga og fimm skip tekið þátt. Loðnan hefði verið mjög dreifð, í raun hefði ekk­ert bæst við frá fyrri mæl­ing­um og niðurstaðan gæfi ekki til­efni til að leggja til veiðikvóta.

Útgerðarmaður sem rætt var við í gær sagði að helsta von­in fæl­ist í því að nægj­an­legt magn fynd­ist fyr­ir Norður­landi, en hluti loðnunn­ar hef­ur hrygnt þar síðustu ár. Þar fékk Hof­fellið tví­veg­is góðan afla eft­ir miðjan mars síðasta vet­ur.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: