Svona býr Linda Baldvinsdóttir

Linda Baldvinsdóttir, markþjálfi hjá Manngildi, flutti í Bryggjuhverfið síðasta sumar og hefur komið sér vel fyrir. Hún málaði allt í sínum litum en hún er með karrígulan vegg og aðra dökkblágráa. Þessir litir spila vel saman. 

Á heimili Lindu er húsgögnum raðað upp á fallegan hátt. Karríguli stóllinn úr IKEA sómir sér vel í stofunni og passar vel við karrígula vegginn og svo er hún með sérstaka þerapíuhillu sem er full af innihaldsríku lesefni. 

mbl.is