Ólíkar skoðanir á hvalveiðum

Frá hvalskurði í Hvalfirði.
Frá hvalskurði í Hvalfirði. mbl.is/Ómar

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi fagna því að sjáv­ar­út­vegs­ráðherra hafi und­ir­ritað reglu­gerð sem heim­il­ar áfram­hald­andi hval­veiðar. Þing­menn VG eru ekki all­ir á sama máli og ekki held­ur um­hverf­is­ráðherra.

„Sjáv­ar­út­vegs­ráðherra hef­ur und­ir­ritað reglu­gerð sem heim­il­ar áfram­hald­andi veiðar á langreyði og hrefnu næstu fimm árin. Ákvörðunin er skyn­sam­leg.

Það hef­ur verið stefna SFS að nýta beri lif­andi auðlind­ir sjáv­ar við Ísland, enda bygg­ist nýt­ing­in á vís­inda­leg­um grunni, hún sé sjálf­bær, lúti eft­ir­liti og í sam­ræmi við alþjóðalög. Sam­kvæmt því sem fram kem­ur í gögn­um Haf­rann­sókna­stofn­un­ar er mikið af langreyði við Ísland. Hval­veiðar Íslend­inga lúta raun­ar aðeins að stór­um stofn­um í góðu ástandi, það er langreyði og hrefnu.

Það afla­mark sem mælt er með af hálfu sér­fræðinga Haf­rann­sókna­stofn­un­ar er vel inn­an þeirra marka sem al­mennt er miðað við að tryggi sjálf­bæra nýt­ingu úr hvala­stofn­um. Veiðarn­ar eru því ótví­rætt í sam­ræmi við meg­in­regl­una um sjálf­bæra nýt­ingu.

Það er ljóst að deil­an um nýt­ingu hvals snýst ekki leng­ur um hvað sé for­svar­an­legt út frá sjálf­bærri nýt­ingu, held­ur hvað fólki finnst. Það get­ur verið erfitt að tak­ast á um til­finn­ing­ar, enda sýn­ist sitt hverj­um, eins og von­legt er. SFS hafa hins veg­ar þá af­stöðu að skyn­sam­legra sé að leggja vís­indi, frem­ur en til­finn­ing­ar, til grund­vall­ar þegar kem­ur að nýt­ingu sjáv­ar­auðlinda,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá SFS.

RÚV ræddi við Guðmund Inga Guðbrands­son um­hverf­is­ráðherra og tvo þing­menn VG um málið í gær.
 

mbl.is