Sektir verði endurgreiddar

Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands. mbl.is/Golli

Seðlabanki Íslands tel­ur eðli­legt að end­ur­skoða strax all­ar sekt­ar­ákv­arðanir og sætt­ir vegna brota á fjár­magns­höft­um í gild­istíð reglna um gjald­eyr­is­mál þar til regl­urn­ar voru lög­fest­ar síðla árs 2011.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu.

Seðlabank­inn mun fara þess á leit að rík­is­sjóður end­ur­greiði sekt­ir vegna brota á regl­um um gjald­eyr­is­mál. Hlutaðeig­andi aðilar mega eiga von á bréfi frá Seðlabank­an­um á næst­unni þess efn­is.

Umboðsmaður Alþing­is birti í lok janú­ar álit vegna kvört­un­ar ein­stak­lings á af­greiðslu Seðlabanka Íslands á kröfu hans um að Seðlabank­inn aft­ur­kallaði, að eig­in frum­kvæði, stjórn­valdsákvörðun vegna brota gegn regl­um um gjald­eyr­is­mál.

Það er meðal ann­ars niðurstaða umboðsmanns að við meðferð máls­ins hafi Seðlabank­inn ekki tekið af­stöðu til rök­semda sem lutu að um­mæl­um rík­is­sak­sókn­ara um gildi laga og reglna um gjald­eyr­is­mál, sem refsi­heim­ilda, sem fram komu í af­stöðu hans til sex mála frá 20. maí 2014.

Í yf­ir­lýs­ingu Seðlabank­ans sem birt var 19. fe­brú­ar í til­efni álits umboðsmanns hef­ur bank­inn ráðist í ít­ar­lega skoðun á því hvað í álit­inu felst.

Meg­in­at­riði skoðun­ar­inn­ar snýst um hvort full­nægj­andi heim­ild­ir hafi verið til staðar til að leggja á stjórn­valds­sekt­ir eða refsa með öðrum hætti fyr­ir brot gegn fjár­magns­höft­um frá því að þeim var komið á und­ir lok árs 2008 og þar til lög­um um gjald­eyr­is­mál var breytt síðla árs 2011.

Vegna álits umboðsmanns Alþing­is ritaði Seðlabank­inn rík­is­sak­sókn­ara bréf þar sem þess var óskað að rík­is­sak­sókn­ari skýrði frek­ar þau um­mæli um gildi reglna um gjald­eyr­is­mál sem refsi­heim­ilda sem fram komu í ákvörðunum hans, að því er kem­ur fram í til­kynn­ing­unni.  

Í svar­bréfi rík­is­sak­sókn­ara sem barst bank­an­um und­ir lok síðustu viku seg­ir að mat hans sé að regl­ur um gjald­eyr­is­mál gátu ekki tal­ist gild refsi­heim­ild fyrr en þær voru lög­fest­ar. „Með bréf­inu er þar með tek­inn af all­ur vafi um að mat rík­is­sak­sókn­ara, sem æðsta hand­hafa ákæru­valds, sé að reglu­setn­ing­ar­heim­ild í bráðabirgðaákvæði laga um gjald­eyr­is­mál hafi ekki upp­fyllt áður­nefnd skil­yrði um framsal laga­setn­ing­ar­valds og skýr­leika refsi­heim­ilda,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni. 

Þar með gætu regl­ur um gjald­eyr­is­mál, sem sett­ar voru á grund­velli bráðabirgðaákvæðis­ins, ekki tal­ist gild­ar sem refsi­heim­ild.

mbl.is