„Ófyrirgefanlegt“ og eðlilegt að kjósa að nýju

Heiðveig María Einarsdóttir.
Heiðveig María Einarsdóttir. mbl.is/Eggert

Heiðveig María Ein­ars­dótt­ir krefst þess að kosið verði að nýju um stjórn og formann Sjó­manna­fé­lags Íslands eft­ir að Fé­lags­dóm­ur komst að þeirri niður­stöðu í dag að brottrekst­ur henn­ar úr fé­lag­inu hefði falið í sér brot á lög­um um stétt­ar­fé­lög og vinnu­deil­ur. 

Fé­lagið er dæmt til að greiða 1.500.000 krón­ur í sekt til rík­is­sjóðs og 750.000 krón­ur til Heiðveig­ar fyr­ir máls­kostnaði.

„Ég vil eiga þann rétt að geta kosið um stjórn í þessu fé­lagi, hvort sem ég er í fram­boði eða ekki,“ seg­ir Heiðveig í sam­tali við mbl.is. Hún kveðst ekki vera búin að gera upp hug sinn hvort hún vilji bjóða sig fram aft­ur, komi til kosn­inga að nýju.

Hún seg­ir að meðferðin sem hún fékk í tengsl­um við fram­boðið til for­mennsku á síðasta ári hafi tekið á. Henni var vísað úr sjó­manna­fé­lag­inu og lista henn­ar, B-lista, hafnað. 

Ég ætla aðeins að hugsa málið. Ég viður­kenni það að þetta er búið að taka á mig og þá sem standa mér næst, meðal ann­ars börn­in mín. Það er ófyr­ir­gef­an­legt að mínu mati,“ seg­ir Heiðveig.

Býst við því að menn axli ábyrgð

Hún seg­ist að sjálf­sögðu vera mjög sátt með niður­stöðu Fé­lags­dóms en þurfi aðeins að melta dóm­inn áður en hún ákveður næstu skref. „Ég býst við því að þeir sem voru í stjórn og að þessu stóðu axli ein­hverja ábyrgð vegna þess að dóm­ur­inn er mjög af­ger­andi,“ seg­ir Heiðveig.

„Þeir brjóta ekki bara gegn lög­um um stétt­ar­fé­lög og vinnu­deil­ur held­ur fara þeir ekki einu sinni að sín­um eig­in lög­um. Þetta er sterk niðurstaða og laga­lega séð þá er þetta þannig að þó að stétt­ar­fé­lög séu ekki und­ir heild­ar­sam­tök­um eins og Alþýðusam­band­inu þá geta þeir ekki hagað sér eins og þeim hent­ar þegar þeim hent­ar.

Hún seg­ir að höfn­un á fram­boði henn­ar hafi byggst á því að hún væri ekki í fé­lag­inu og hefði ekki greitt í það í þrjú ár. „Að sjálf­sögðu er eðli­legt að þeir bregðist við með því að setja sam­an nýj­an lista, boða til kosn­inga og bjóða fé­lags­mönn­um upp á það,“ seg­ir Heiðveig.

Dóm­ur­inn vísaði frá skaða- og miska­bóta­kröfu Heiðveig­ar en hún seg­ir það skipta litlu máli í stóra sam­heng­ingu. „Maður fer í þetta mál til að fá efn­is­lega niður­stöðu og það skipt­ir öllu máli.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina