Öll stjórnsýsla SÍ verði endurskoðuð

Greinargerð bankaráðs Seðlabanka Íslands um mál Samherja hf. í kjölfar …
Greinargerð bankaráðs Seðlabanka Íslands um mál Samherja hf. í kjölfar dóms Hæstaréttar í nóvember sl. sem forsætisráðuneytið óskaði eftir hefur verið gerð opinber. mbl.is/Ómar Óskarsson

Seðlabanka Íslands tókst ekki að sýna fram á nauðsyn þess að leggja stjórn­valds­sekt á Sam­herja með vís­an til ákv­arðana í sam­bæri­leg­um mál­um. Þetta er meðal þess sem kem­ur fram í grein­ar­gerð bankaráðs Seðlabank­ans vegna dóms Hæsta­rétt­ar í máli Sam­herja gegn Seðlabank­an­um.

Þá tel­ur bankaráð að ekki verði hjá því kom­ist að ráðast í heild­ar­end­ur­skoðun á allri stjórn­sýslu Seðlabanka Íslands, meðferð mála inn­an hans og því með hvaða hætti bank­inn hef­ur á umliðnum árum farið með það op­in­bera vald sem hon­um hef­ur verið falið lög­um sam­kvæmt, einkum við gjald­eyris­eft­ir­lit.

Grein­ar­gerðin var gerð op­in­ber í dag en Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra óskaði eft­ir henni í nóv­em­ber, fjór­um dög­um eft­ir að Hæstirétt­ur felldi niður fimmtán millj­óna króna sekt sem Seðlabank­inn lagði á Sam­herja vegna gjald­eyr­is­laga­brota. For­sæt­is­ráðherra óskaði sér­stak­lega skýr­inga á því hvers vegna bank­inn tók málið upp á ný eft­ir að héraðssak­sókn­ari end­ur­sendi bank­an­um er­indið í annað sinn.

Skýr­ing­ar bank­ans stand­ast ekki

Í greina­gerðinni seg­ir að þær skýr­ing­ar sem Seðlabank­inn hef­ur gefið á því hvaða ástæður eða sjón­ar­mið lágu að baki þeirri ákvörðun bank­ans að end­urupp­taka mál Sam­herja 30. mars 2016 og leggja á hann stjórn­valds­sekt í fram­hald­inu stand­ist ekki.

Að mati höf­unda grein­ar­gerðar­inn­ar hlýt­ur Alþingi, í ljósi þeirra lýs­inga sem koma fram í áliti umboðsmanns Alþing­is á sam­skipt­um hans við Seðlabank­ann, sem fjallað er um í grein­ar­gerðinni, að taka fram­göngu yf­ir­stjórn­ar bank­ans í sam­skipt­um sín­um við umboðsmann til sér­stakr­ar um­fjöll­un­ar og skoðunar. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina