Sjómannafélagið braut lög

Jónas Garðarsson, fyrrverandi formaður Sjómannafélags Íslands, og Heiðveig María Einarsdóttir, …
Jónas Garðarsson, fyrrverandi formaður Sjómannafélags Íslands, og Heiðveig María Einarsdóttir, fyrrverandi formannsframbjóðandi, áttu í deilum.

Brottrekst­ur Heiðveig­ar Maríu Ein­ars­dótt­ur, sem bauð sig fram til for­manns Sjó­manna­fé­lags Íslands, úr fé­lag­inu, fól í sér brot á lög­um um stétt­ar­fé­lög og vinnu­deil­ur.

Þetta er niðurstaða Fé­lags­dóms, sem felldi dóm sinn í máli Heiðveig­ar gegn fé­lag­inu síðdeg­is í dag. Enn frem­ur viður­kenn­ir dóm­ur­inn að ákvæði laga fé­lags­ins um þriggja ára greiðslu­skyldu fé­laga til að geta öðlast kjörgengi í fé­lag­inu feli í sér brot gegn ákvæði lag­anna.

Fé­lagið er dæmt til að greiða 1.500.000 krón­ur í sekt til rík­is­sjóðs og 750.000 krón­ur til Heiðveig­ar fyr­ir máls­kostnaði.

Rétt­indi Heiðveig­ar ekki í heiðri höfð

Í dómi Fé­lags­dóms seg­ir að fé­lagið og stjórn þess verði að sæta því að sett sé fram gagn­rýni á stjórn og stjórn­ar­hætti fé­lags­ins, og þá sér­stak­lega þegar sú gagn­rýni eigi rót sína að rekja til þess fram­boðs sem set­ur hana fram.

Rétt­indi Heiðveig­ar, sem leiða megi af 2. gr. lag­anna, þar sem seg­ir að stétt­ar­fé­lög skuli opin öll­um í hlutaðeig­andi starfs­grein á fé­lags­svæðinu, hafi ekki verið í heiðri höfð þegar trúnaðarmannaráð fé­lags­ins ákvað að víkja henni úr fé­lag­inu.

Dóm­ur­inn ger­ir at­huga­semd­ir að tvennu leyti við laga­breyt­ingu þá sem gerð var á aðal­fundi Sjó­manna­fé­lags­ins 28. des­em­ber 2017, og laut að því að fé­lag­ar skyldu hafa greitt fé­lags­gjöld í þrjú ár áður en þeir gætu tal­ist kjörgeng­ir. Ann­ars veg­ar tel­ur dóm­ur­inn að ákvæðið hafi verið íþyngj­andi og feli í sér veru­leg­ar tak­mark­an­ir á stjórn­arþátt­töku, og hins veg­ar hafi til­laga um breyt­ing­una ekki verið lögð fram í nafni stjórn­ar.

Virtu að vett­ugi lýðræðis­leg­ar grunn­regl­ur

Því hafi þeim fé­lags­manni, sem setti fram til­lög­una, borið að senda hana til for­manns fé­lags­ins minnst fimmtán dög­um fyr­ir fund­inn svo að fé­lags­menn gætu kynnt sér hana með góðum fyr­ir­vara.

Þá er það mat dóms­ins að stjórn og trúnaðarmannaráð fé­lags­ins hafi virt að vett­ugi þær lýðræðis­legu grunn­regl­ur sem eigi að gilda við stjórn stétt­ar­fé­laga. „Létu þau stefn­anda gjalda þess að hún hygðist freista þess að hafa áhrif á stjórn fé­lags­ins,“ seg­ir meðal ann­ars í niður­stöðu dóms­ins.

Tel­ur dóm­ur­inn að skil­yrði fyr­ir beit­ingu sekt­ar­á­kvæðis lag­anna séu þar með upp­fyllt, og dæm­ir fé­lagið eins og áður sagði til sekt­ar­greiðslu í rík­is­sjóð að upp­hæð kr. 1.500.000.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina