Aflandskrónulosun eina málið á dagskrá

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, flutti 60 ræður um aflandskrónulosun …
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, flutti 60 ræður um aflandskrónulosun á þingi í gærkvöldi og í nótt. Umræðan hélt áfram á Alþingi þegar þingfundur hófst klukkan 15 í dag. Skjáskot/Alþingi

Þing­fund­ur hófst klukk­an þrjú á Alþingi þar sem fram er haldið umræðu um frum­varp fjár­mála- og efna­hags­ráðherra um meðferð krónu­eigna sem háðar eru sér­stök­um tak­mörk­un­um og gjald­eyr­is­mál. Ekk­ert annað mál er á dag­skrá þing­fund­ar­ins.

Líkt og í umræðunni í gær raða þing­menn Miðflokks­ins sér á mæl­enda­skrá. Þing­menn annarra flokka hafa ekki óskað eft­ir að fá orðið, að und­an­skild­um Óla Birni Kára­syni, for­manni efna­hags- og viðskipta­nefnd­ar, og Þor­steini Víg­lunds­syni, þing­manni Viðreisn­ar. 

Í til­kynn­ingu frá þing­flokki Miðflokks­ins seg­ir að á þing­fund­in­um í gær hafi þing­menn Miðflokks­ins reynt að fá svör við spurn­ing­um um áform stjórn­valda um ein­hliða aflétt­ingu fjár­magns­hafta af vog­un­ar­sjóðum og svör við því hvers vegna ekki er gætt hags­muna þjóðar­inn­ar. „Hags­mun­ir sem hlaupa á millj­örðum króna.“

Þing­menn Miðflokks­ins benda á að í ann­arri umræðu um málið, hafi eng­inn full­trúi þeirra flokka sem styðja málið hafið ræðu til að verja það eða út­skýra, ef frá er tal­in fram­saga for­manns efna­hags- og viðskipta­nefnd­ar á nefndaráliti.

Yfir 300 ræður Miðflokksþing­manna í 15 tíma umræðu

Önnur umræða um frum­varpið hófst klukk­an 15 í gær og stóð yfir í rúma 14 klukku­tíma, eða þar til þing­fundi var slitið klukk­an 5:21. Þing­menn annarra flokka tóku til máls í upp­hafi en fljót­lega var mæl­enda­skrá­in ein­ung­is skipuð þing­mönn­um Miðflokks­ins sem héldu yfir 300 ræður um málið í gær­kvöldi og nótt. Oft­ast talaði Gunn­ar Bragi Sveins­son, 64 sinn­um, en þar á eft­ir kom Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, sem fór 60 sinn­um í ræðustól þings­ins.

Frum­varpið snýst í meg­in­at­riðum um hvort af­l­andskrónu­eig­end­um verði heim­ilt að fjár­festa í inni­stæðubréf­um Seðlabank­ans í stað þess að setja féð ein­göngu inn á bund­inn reikn­ing. Í um­sögn Seðlabank­ans um frum­varpið kem­ur fram að bank­inn telji það mik­il­vægt að af­greiðsla frum­varps­ins liggi fyr­ir áður en gjald­dagi til­tek­ins flokks rík­is­bréfa renni upp, sem var í gær.

Þing­menn Miðflokks­ins segja að frum­varpið feli í sér „al­gjört og end­an­legt frá­hvarf frá aðgerðaáætl­un stjórn­valda frá ár­inu 2015 um los­un hafta og end­ur­reis efna­hags­lífs­ins. „Sú áætl­un byggðist á þrem­ur meg­in­stoðum sem ráðast skyldi í sem eina heild þar sem all­ir legðu sitt af mörk­um til end­ur­reisn­ar­inn­ar. Þeim þætti sem snýr að lausn af­l­andskrónu­vand­ans er enn ólokið. Áform stjórn­valda nú ganga þvert á þá lausn sem lagt var upp með og að meg­in­stefnu fylgt til þessa,“ seg­ir í til­kynn­ingu þing­manna flokks­ins.

mbl.is