Funda í næstu viku vegna lögbrots

Bergur Þorkelsson, gjaldkeri Sjómannafélags Íslands.
Bergur Þorkelsson, gjaldkeri Sjómannafélags Íslands.

Stjórn­ar- og trúnaðarmannaráðsfund­ur verður hald­inn í Sjó­manna­fé­lagi Íslands í næstu viku vegna úr­sk­urðar Fé­lags­dóms um að brottrekst­ur Heiðveig­ar Maríu Ein­ars­dótt­ur úr fé­lag­inu hafi falið í sér brot á lög­um um stétt­ar­fé­lög og vinnu­deil­ur. 

Þetta var ákveðið á stjórn­ar­fundi sem var hald­inn núna í há­deg­inu.

Að sögn Bergs Þorkels­son­ar, gjald­kera Sjó­manna­fé­lags Íslands, eru fjór­ir stjórn­ar­menn úti á sjó, þar á meðal Helgi Krist­ins­son sem tók við for­mennsku af Jónasi Garðars­syni, og var því ákveðið að bíða með frek­ari fund­ar­höld og ákv­arðana­tök­ur vegna máls­ins þangað til í næstu viku.

Heiðveig María, sem bauð sig fram til for­mennsku í Sjó­manna­fé­lagi Íslands en var síðan rek­in þaðan, hef­ur kraf­ist þess kosið verði að nýju um stjórn og formann fé­lags­ins eft­ir niður­stöðu Fé­lags­dóms.

Fé­lagið var dæmt til að greiða 1.500.000 krón­ur í sekt til rík­is­sjóðs og 750.000 krón­ur til Heiðveig­ar fyr­ir máls­kostnaði.

mbl.is