Már sakar fulltrúa bankaráðs um rangfærslur

Már Guðmundsson, bankastjóri Seðlabanka Íslands.
Már Guðmundsson, bankastjóri Seðlabanka Íslands. mbl.is/Hari

Már Guðmunds­son seðlabanka­stjóri hef­ur sent frá sér yf­ir­lýs­ingu þar sem hann seg­ir að tveir bankaráðsmenn hafi farið fram með rang­ar full­yrðing­ar er varðar grein­ar­gerð Seðlabank­ans til for­sæt­is­ráðherra.

Þau Sig­urður Kári Kristjáns­son og Þór­unn Guðmunds­dótt­ir, sem sitja í bankaráði Seðlabank­ans, sögðu að af­skipti Seðlabank­ans af störf­um bankaráðs hafi verið „ófor­svar­an­leg“. Í bók­un þeirra kom fram að lög­fræðiráðgjöf Seðlabank­ans hafi gert „veru­leg­ar at­huga­semd­ir við fyr­ir­huguð efn­is­tök“ bankaráðs þar sem efn­is­tök­in gætu valdið því að trúnaður yrði brot­inn. Þetta hafi lög­fræðiráðgjöf Seðlabank­ans gert með minn­is­blaði til bankaráðs 7. des­em­ber sl.

Í yf­ir­lýs­ingu Más seg­ir að full­yrðing­ar þess efn­is að minn­is­blaðið hafi falið í sér til­raun Seðlabank­ans til að koma í veg fyr­ir að bankaráð svaraði ráðherra kæmu veru­lega á óvart og væru fjarri öll­um sanni.

„Sam­kvæmt lög­um sit ég bankaráðsfundi með til­lögu­rétt og tek þátt í umræðum. Ég vík þó af fundi ef bankaráð ákveður. Ég sat ekki þá fundi þar sem bankaráðið vann að grein­ar­gerð sinni en flesta fundi þar sem bank­inn lagði fram gögn í mál­inu eða út­skýrði sjón­ar­mið sín. Þá sat ég fund þar sem rætt var um fyr­ir­komu­lag vinn­unn­ar og aðkomu starfsliðs bank­ans að henni. Á eng­um þess­ara funda svo mikið sem ýjaði ég að því að bankaráðið ætti ekki að svara for­sæt­is­rá­herra. Reynd­ar þvert á móti,“ seg­ir Már meðal ann­ars.

Ekki gef­inn kost­ur á að svara ásök­un­um

Hann ít­rek­ar að Seðlabank­inn hafi eng­in tök á því að hafa áhrif á starf­semi bankaráðs og bók­un Sig­urðar og Þór­unn­ar hafi komið sér veru­lega á óvart.

Bank­inn og starfs­fólk hans veit­ir bankaráði upp­lýs­ing­ar og álit. Það hef­ur hins veg­ar eng­in tök á að stöðva ákv­arðana­töku bankaráðs. Bankaráðið er með eig­in formann og get­ur fundað án seðlabanka­stjóra og annarra starfs­manna bank­ans og tekið þær ákv­arðanir sem það vill. […] Um­rædd bók­un kem­ur mér og þeim sem í hlut eiga inn­an bank­ans veru­lega á óvart. Ekki var gef­inn kost­ur á að koma að sjón­ar­miðum varðandi þær harðorðu ásak­an­ir sem fram koma í um­ræddri bók­un áður en hún var birt,” seg­ir Már.

Yf­ir­lýs­ingu Más má í heild sinni sjá hér að neðan.

Yf­ir­lýs­ing vegna rangra full­yrðinga tveggja bankaráðsmanna

Með grein­ar­gerð bankaráðs Seðlabanka Íslands til for­sæt­is­ráðherra, dags. 21. fe­brú­ar 2019, fylgdi bók­un tveggja bankaráðsmanna þar sem gerðar eru al­var­leg­ar at­huga­semd­ir við minn­is­blað frá lög­fræðiráðgjöf bank­ans, dags. 7. des­em­ber 2018, um efnis­tök í grein­ar­gerð ráðsins með svari til ráðherra sem þá lá fyr­ir. Í bók­un­inni er það kallað ófor­svar­an­leg af­skipti af störf­um bankaráðs. Í henni er full­yrt að minn­is­blaðið hafi falið í sér til­raun Seðlabank­ans til að koma í veg fyr­ir að bankaráðið svaraði ráðherra. Þessi full­yrðing kom veru­lega á óvart og er fjær öllu sanni.

Sam­kvæmt lög­um sit ég bankaráðsfundi með til­lögu­rétt og tek þátt í umræðum. Ég vík þó af fundi ef bankaráð ákveður. Ég sat ekki þá fundi þar sem bankaráðið vann að grein­ar­gerð sinni en flesta fundi þar sem bank­inn lagði fram gögn í mál­inu eða út­skýrði sjón­ar­mið sín. Þá sat ég fund þar sem rætt var um fyr­ir­komu­lag vinn­unn­ar og aðkomu starfsliðs bank­ans að henni. Á eng­um þess­ara funda svo mikið sem ýjaði ég að því að bankaráðið ætti ekki að svara for­sæt­is­rá­herra. Reynd­ar þvert á móti. Auk þess gaf ég starfsliði bank­ans fyr­ir­mæli um að aðstoða bankaráðið eft­ir því sem um væri beðið og senda fljótt og greiðlega umbeðnar upp­lýs­ing­ar og álits­gerðir. Það mætti eft­ir at­vik­um fara beint og án yf­ir­ferðar minn­ar enda bankaráðið hluti af Seðlabank­an­um. Fjöl­marg­ir starfs­menn lögðu á sig mikla vinnu til þess að aðstoða bankaráðið á þeim fjöl­mörgu viðbótar­fund­um sem til þurfti til þess að klára svarið til ráðherra. Einnig réð bank­inn ut­anaðkom­andi starfs­mann til að vinna með bankaráðinu að grein­ar­gerð sinni.

Formaður bankaráðs óskaði hinn 5. des­em­ber eft­ir skrif­leg­um at­huga­semd­um frá Seðlabank­an­um við drög­um að svari til ráðherra sem þá lágu fyr­ir. Minn­is­blað lög­fræðiráðgjaf­ar var hluti af þeim skrif­legu at­huga­semd­um og barst ráðinu 7. des­em­ber 2018. Efni þess laut að þeim laga­ákvæðum sem eiga við um eft­ir­litsvald ráðherra gagn­vart stofn­un eins og Seðlabanka Íslands. Lög­fræðiráðgjöf bank­ans er bankaráði inn­an hand­ar eft­ir því sem óskað er eft­ir enda eins og áður seg­ir er bankaráðið hluti Seðlabank­ans. Álit sem þannig eru veitt eru þá  unn­in af bestu vit­und og sam­visku lög­fræðinga bank­ans en það er síðan und­ir bankaráðinu sjálfu komið í hvaða mæli það er sam­mála slík­um álit­um. Það er ekk­ert við það að at­huga að bankaráðið eða ein­stak­ir bankaráðsmenn geri efn­is­leg­ar at­huga­semd­ir við slík álit og að um þau eigi sér stað rök­ræn efn­is­leg umræða. Í þessu til­felli var því ekki til að dreifa.

Bank­inn og starfs­fólk hans veit­ir bankaráði upp­lýs­ing­ar og álit. Það hef­ur hins veg­ar eng­in tök á að stöðva ákv­arðana­töku bankaráðs. Bankaráðið er með eig­in formann og get­ur fundað án seðlabanka­stjóra og annarra starfs­manna bank­ans og tekið þær ákv­arðanir sem það vill.

Að lok­um er rétt að árétta að um­rædd bók­un kem­ur mér og þeim sem í hlut eiga inn­an bank­ans veru­lega á óvart. Ekki var gef­inn kost­ur á að koma að sjón­ar­miðum varðandi þær harðorðu ásak­an­ir sem fram koma í um­ræddri bók­un áður en hún var birt.

Már Guðmunds­son

seðlabanka­stjóri

mbl.is